Notaði Guardiola leikkerfið 2-3-5 í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 16:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira