Árásirnar í París: Fjölga lögreglumönnum gífurlega Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2015 10:04 Fjöldi hermanna er nú á götum úti í Frakklandi. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa virkjað 115 þúsund lögreglumenn og hermenn eftir árásirnar í París á föstudaginn. Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands, hefur farið fram á að Evrópusambandsríki komi Frakklandi til aðstoðar. Þá voru frekari loftárásir gerðar í Sýrlandi í nótt og auk þas var húsleit gerð á 128 híbýlum grunaðra íslamista. Í gær var gerð húsleit á rúmlega 160 stöðum þar sem 23 voru handteknir og hald var lagt á fjölmörg vopn og þar á meðal eldflaug og sjálfvirka árásarriffla.Sjá einnig: Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Gífurlega umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi og í Belgíu að Belganum Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að árásunum. Talið er að hann hafi flúið til Belgíu eftir að hafa komist í gegnum vegatálma í Frakklandi, en Belgar hafa hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna leitarinnar.A Bruxelles, je viens d'invoquer à l'instant l'article 42.7 au nom de la France #UE pic.twitter.com/w1ygZ7KaPW— Jean-Yves Le Drian (@JY_LeDrian) November 17, 2015 Samkvæmt frétt BBC hefur verið hætt við leik Belga við Spán í knattspyrnu í dag. Le Drian birti tíst fyrr í morgun, þar sem hann sagðist hafa beitt reglu 42,7 úr Lissabonsáttmálanum á fundi í Brussel. Sú regla felur í sér að sé ráðist á eitt ríki ESB eigi hin ríkin að koma til aðstoðar. Samkvæmt frétt Guardian eru Frakkar að fara fram á frekari þátttöku í baráttunni gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. Frakkar hafa ekki beitt grein fimm í stofnsáttmála NATO sem felur í sér sambærilega aðstoða frá aðildarríkjum.The #ParisAttacks assailants: what we know https://t.co/UcCJd1i8uQ pic.twitter.com/GdBQPZhN8s— Agence France-Presse (@AFP) November 17, 2015 Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa virkjað 115 þúsund lögreglumenn og hermenn eftir árásirnar í París á föstudaginn. Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands, hefur farið fram á að Evrópusambandsríki komi Frakklandi til aðstoðar. Þá voru frekari loftárásir gerðar í Sýrlandi í nótt og auk þas var húsleit gerð á 128 híbýlum grunaðra íslamista. Í gær var gerð húsleit á rúmlega 160 stöðum þar sem 23 voru handteknir og hald var lagt á fjölmörg vopn og þar á meðal eldflaug og sjálfvirka árásarriffla.Sjá einnig: Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Gífurlega umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi og í Belgíu að Belganum Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að árásunum. Talið er að hann hafi flúið til Belgíu eftir að hafa komist í gegnum vegatálma í Frakklandi, en Belgar hafa hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna leitarinnar.A Bruxelles, je viens d'invoquer à l'instant l'article 42.7 au nom de la France #UE pic.twitter.com/w1ygZ7KaPW— Jean-Yves Le Drian (@JY_LeDrian) November 17, 2015 Samkvæmt frétt BBC hefur verið hætt við leik Belga við Spán í knattspyrnu í dag. Le Drian birti tíst fyrr í morgun, þar sem hann sagðist hafa beitt reglu 42,7 úr Lissabonsáttmálanum á fundi í Brussel. Sú regla felur í sér að sé ráðist á eitt ríki ESB eigi hin ríkin að koma til aðstoðar. Samkvæmt frétt Guardian eru Frakkar að fara fram á frekari þátttöku í baráttunni gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. Frakkar hafa ekki beitt grein fimm í stofnsáttmála NATO sem felur í sér sambærilega aðstoða frá aðildarríkjum.The #ParisAttacks assailants: what we know https://t.co/UcCJd1i8uQ pic.twitter.com/GdBQPZhN8s— Agence France-Presse (@AFP) November 17, 2015
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira