Ryan Leonard, sóknarmaður enska B-deildarliðsins Southend, er sjóðheitur um þessar mundir en hann hefur skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum sínum.
„Ég byrjaði að skora aftur eftir að við byrjuðum að spila Justin Bieber í klefanum fyrir leiki,“ sagði hinn 23 ára gamli Leonard við enska fjölmiðla.
Hann ásamt nokkrum liðsfélögum sínum er mikill aðdáandi kanadíska popparans og léku eftir danstakta Bieber þegar Leonard skoraði í 2-2 jafntefli gegn Sheffield United fyrr í mánuðinum.
„Við erum orðnir algjörlega háðir nýjasta laginu hans. Við sögðum allir að ef einn okkar myndi skora þá myndum við dansa saman. Þetta leit samt ekki jafn vel út í sjónvarpinu og ég hafði ímyndað mér,“ sagði hann.
„Ég er ekki viss um að hann [Bieber] sé allra. Sérstaklega ekki Adam Barrett,“ sagði Leonard enn fremur en Barrett er 35 ára varnarjaxl.
Barrett kvartar þó sjálfsagt ekki á meðan liðinu gengur vel og Leonard heldur áfram að skora. Southand er í áttunda sæti B-deildarinnar með 30 stig að loknum nítján leikjum.
Bieber veitti innblástur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn



Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti
