Nú ganga sögusagnir um að ofurmódelið Gigi Hadid og Zayn Malik, fyrrum meðlimur One Direction, séu nýtt par.
Þau sáust saman í eftirpartýi Justin Bieber eftir bandarísku tónlistarverðlaunin um helgina og yfirgáfu teitið í sama bílnum.
Myndir náðust af þeim inni í bílnum og vilja fjölmiðlar vestanhafs meina að þau séu par.
