Deilur einkenndu kappræður Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2015 10:52 Frá kappræðunum í nótt.skram Vísir/EPA Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira