Að ala á ótta! Sema Erla Serdar skrifar 21. janúar 2015 07:00 Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar