KR-ingar voru bara einum sigri frá metinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2015 09:00 Darrel Keith Lewis hefur hjálpað nýliðum Tindastóls mikið í vetur en þessi 38 ára gamli leikmaður kom á Krókinn fyrir þessa leiktíð. Vísir/Ernir Nýliðar Tindastóls hafa stimplað sig inn í Dominos-deildina með sögulegum krafti og síðasta liðið til sökkva í Síkinu voru sjálfir Íslandsmeistarar KR-inga sem fóru tómhentir heim á fimmtudagskvöldið. Spánverjanum Israel Martin tókst það sem engum íslenskum þjálfara hafði tekist í tæpa þrettán mánuði – að vinna deildarleik á móti KR. Stólarnir hafa nú unnið alla sjö heimaleiki sína í deildinni í vetur og þó að þessi hafi verið sá minnsti (í tölum) þá var hann sá stærsti. Möguleikar Tindastóls á deildarmeistaratitlinum eru kannski ekki miklir enda KR með fjögurra stiga forskot og betri innbyrðisstöðu en sigur sem þessi sýnir það svart á hvítu hversu erfitt það verður fyrir hin liðin að heimsækja Síkið í úrslitakeppninni í vor. Valur Ingimundarson er farsælasti leikmaður og þjálfari Tindastóls í úrvalsdeild karla enda sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir félagið í úrvalsdeild 3.143) og sá þjálfari sem hefur stýrt Stólunum til sigurs í flestum leikjum í úrvalsdeild (99). Stólarnir gáfu honum kannski aðeins til baka í fyrrakvöld þegar þeir enduðu 23 leikja sigurgöngu KR-inga og komu í veg fyrir að Vesturbæingar tækju metið af Njarðvíkurliðinu sem Valur þjálfaði fyrir rúmum nítján árum. Njarðvíkingar unnu 24 deildarleiki í röð frá lokum október 1994 til byrjunar október 1995. Valur stýrði Njarðvíkurliðinu 1994-95 og þar með í 23 af þessum 24 leikjum. Hann og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnið flesta deildarleiki í röð (23) en Hrannar Hólm tók við Njarðvíkurliðinu af Val sumarið 1995 og stýrði liðinu í 24. og síðasta sigurleiknum. Valur var þá búinn að gera Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð en gerðist síðan þjálfari í Danmörku. Það vill þannig til að það voru líka Tindastólsmenn sem stöðvuðu met-sigurgönguna í byrjun október 1995 en Tindastóll vann þá þriggja stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 88-85. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Nýliðar Tindastóls hafa stimplað sig inn í Dominos-deildina með sögulegum krafti og síðasta liðið til sökkva í Síkinu voru sjálfir Íslandsmeistarar KR-inga sem fóru tómhentir heim á fimmtudagskvöldið. Spánverjanum Israel Martin tókst það sem engum íslenskum þjálfara hafði tekist í tæpa þrettán mánuði – að vinna deildarleik á móti KR. Stólarnir hafa nú unnið alla sjö heimaleiki sína í deildinni í vetur og þó að þessi hafi verið sá minnsti (í tölum) þá var hann sá stærsti. Möguleikar Tindastóls á deildarmeistaratitlinum eru kannski ekki miklir enda KR með fjögurra stiga forskot og betri innbyrðisstöðu en sigur sem þessi sýnir það svart á hvítu hversu erfitt það verður fyrir hin liðin að heimsækja Síkið í úrslitakeppninni í vor. Valur Ingimundarson er farsælasti leikmaður og þjálfari Tindastóls í úrvalsdeild karla enda sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir félagið í úrvalsdeild 3.143) og sá þjálfari sem hefur stýrt Stólunum til sigurs í flestum leikjum í úrvalsdeild (99). Stólarnir gáfu honum kannski aðeins til baka í fyrrakvöld þegar þeir enduðu 23 leikja sigurgöngu KR-inga og komu í veg fyrir að Vesturbæingar tækju metið af Njarðvíkurliðinu sem Valur þjálfaði fyrir rúmum nítján árum. Njarðvíkingar unnu 24 deildarleiki í röð frá lokum október 1994 til byrjunar október 1995. Valur stýrði Njarðvíkurliðinu 1994-95 og þar með í 23 af þessum 24 leikjum. Hann og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnið flesta deildarleiki í röð (23) en Hrannar Hólm tók við Njarðvíkurliðinu af Val sumarið 1995 og stýrði liðinu í 24. og síðasta sigurleiknum. Valur var þá búinn að gera Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð en gerðist síðan þjálfari í Danmörku. Það vill þannig til að það voru líka Tindastólsmenn sem stöðvuðu met-sigurgönguna í byrjun október 1995 en Tindastóll vann þá þriggja stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 88-85.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn