Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Hjörvar Ólafsson skrifar 28. apríl 2025 21:44 Stjarnan hefur unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Grindavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmu sinni við Stjörnuna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta með 91-105 sigri sínum í þriðja leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Liðin skiptust á að leiða í fyrsta leikhluta og að honum loknum voru heimamenn fjórum stigum yfir, 21-25. Grindvíkingar, með Jeremy Pargo í broddi fylkingar, náðu síðan góðum kafla um miðjan annan leikhluta og gestirnir komust níu stigum yfir, 33-42. Skömmu síðar náði Stjarnan fimm stiga sókn hjá og minnkaði muninn í 43-44. Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, fékk þá tæknivillu og Ægir Þór Steinarsson setti það víti ofan í. Hilmar Smári Henningsson nældi í þrjú víti og setti niður tvö af þeim. Shaquille Rombley hirti svo frákastið eftir þriðja vítið og setti boltann ofan í. Fyrri hálfleik lauk annars með látum en Deandre Kane setti þá upp alley oop sendingu á Arnór Tristan Helgason sem tróð með tilþrifum. Staðan 51-57 fyrir Grindavík í hálfleik. Shaquille Rombley fékk sína fjórðu villu í leiknum undir lok annars leikhluta og sat á varamannabekknum út háflleikinn. Seint í þriðja leikhluta var svo Rombley villaður út með fimmtu villu sinni og tók ekki meira þátt þetta kvöldið. Grindavík hélt forystunni í kringum 10 stig í þriðja leikhluta en um miðjan leikhlutann setti Kristófer Breki Gylfason niður þrista úr sitt hvoru horninu og kom gestunum 13 stigum yfir 61-74. Ólafur Ólafsson var að spila vel á báðum endum vallarins á þessum kafla í leiknum. Undir lok þriðja leikhluta setti Ólafur niður þriggja stiga skot sem kom Grindavík 16 stigum yfir, 66-82, og staðan vænleg fyrir Grindavíkurliðið. Stjörnumenn náðu mest að brúa bilið niður í átta stig, 88-96, í fjórða leikhluta en lengra komust heimamenn ekki. Að lokum fóru Grindvíkingar með sannfærandi 14 stiga sigur af hólmi og strengja líflíinu í einvíginu. Fyrir utan það að halda lífi í viðureigninni voru Grindvíkingar að kveða niður rúmlega sjö ára gamla grýlu í leikjum þessara liða utan Grindavíkurbæjarins. Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Fyrir þennan leik hafði Stjarnan haft betur í átján leikjum í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Atvik leiksins Kristófer Breki setti niður þrjá þrista á mikilvægum augnablikum í leiknun. Ólafur Ólafsson setti einnig niður stór skot og spilaði góða vörn þegar á þurfti að halda. Annars var atvik leiksins raunar utan vallar þegar slagsmál brutust út á meðal áhorfenda. Stjörnur og skúrkar Ólafur Ólafsson tók liðið á herðar sínar þegar mest á reyndi en hann skoraði 25 stig í leiknumog var stigahæstur Grindvíkinga. Jeremy Pargo skoraði 19 stig og Deandre Kane 18 stig. Hilmar Smári og Ægir Þór voru fremstir á meðal jafningja hjá Stjörnunni en Hilmar Smári var atkvæðamestur á vellinum með 27 stig og Ægir Þór bætti 22 stigum við í sarpinn. Dómarar leiksins Spennustigið var hátt í þessum leik og margar erfiðar ákvaðanir að taka fyrir dómaratríóið. Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem og Davíð Kristján Hreiðarsson leystu það verkefni bara nokkuð vel og fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var troðfullt hús í Umhyggjuhöllinni í kvöld en færra komust að en vildu á þessa körfuboltaveislu. Stuðningsmenn beggja liða voru í góðum gír framan af leik. Það var sungið, það var trallað og hitinn í húsinu var alveg eins og hann á að vera á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni. Fiskikóngurinn sá um að trylla lýðinn með því að þeyta skífur og allir léttir þar til það kárnaði aðeins gamanið. Það slettist aftur á móti upp á vinskapinn undir lok leiksins og slagsmál brutust út sem gæslumenn eiga lof skilið fyrir að leysa farsællega úr. Körfubolti Bónus-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Grindavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmu sinni við Stjörnuna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta með 91-105 sigri sínum í þriðja leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Liðin skiptust á að leiða í fyrsta leikhluta og að honum loknum voru heimamenn fjórum stigum yfir, 21-25. Grindvíkingar, með Jeremy Pargo í broddi fylkingar, náðu síðan góðum kafla um miðjan annan leikhluta og gestirnir komust níu stigum yfir, 33-42. Skömmu síðar náði Stjarnan fimm stiga sókn hjá og minnkaði muninn í 43-44. Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, fékk þá tæknivillu og Ægir Þór Steinarsson setti það víti ofan í. Hilmar Smári Henningsson nældi í þrjú víti og setti niður tvö af þeim. Shaquille Rombley hirti svo frákastið eftir þriðja vítið og setti boltann ofan í. Fyrri hálfleik lauk annars með látum en Deandre Kane setti þá upp alley oop sendingu á Arnór Tristan Helgason sem tróð með tilþrifum. Staðan 51-57 fyrir Grindavík í hálfleik. Shaquille Rombley fékk sína fjórðu villu í leiknum undir lok annars leikhluta og sat á varamannabekknum út háflleikinn. Seint í þriðja leikhluta var svo Rombley villaður út með fimmtu villu sinni og tók ekki meira þátt þetta kvöldið. Grindavík hélt forystunni í kringum 10 stig í þriðja leikhluta en um miðjan leikhlutann setti Kristófer Breki Gylfason niður þrista úr sitt hvoru horninu og kom gestunum 13 stigum yfir 61-74. Ólafur Ólafsson var að spila vel á báðum endum vallarins á þessum kafla í leiknum. Undir lok þriðja leikhluta setti Ólafur niður þriggja stiga skot sem kom Grindavík 16 stigum yfir, 66-82, og staðan vænleg fyrir Grindavíkurliðið. Stjörnumenn náðu mest að brúa bilið niður í átta stig, 88-96, í fjórða leikhluta en lengra komust heimamenn ekki. Að lokum fóru Grindvíkingar með sannfærandi 14 stiga sigur af hólmi og strengja líflíinu í einvíginu. Fyrir utan það að halda lífi í viðureigninni voru Grindvíkingar að kveða niður rúmlega sjö ára gamla grýlu í leikjum þessara liða utan Grindavíkurbæjarins. Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Fyrir þennan leik hafði Stjarnan haft betur í átján leikjum í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Atvik leiksins Kristófer Breki setti niður þrjá þrista á mikilvægum augnablikum í leiknun. Ólafur Ólafsson setti einnig niður stór skot og spilaði góða vörn þegar á þurfti að halda. Annars var atvik leiksins raunar utan vallar þegar slagsmál brutust út á meðal áhorfenda. Stjörnur og skúrkar Ólafur Ólafsson tók liðið á herðar sínar þegar mest á reyndi en hann skoraði 25 stig í leiknumog var stigahæstur Grindvíkinga. Jeremy Pargo skoraði 19 stig og Deandre Kane 18 stig. Hilmar Smári og Ægir Þór voru fremstir á meðal jafningja hjá Stjörnunni en Hilmar Smári var atkvæðamestur á vellinum með 27 stig og Ægir Þór bætti 22 stigum við í sarpinn. Dómarar leiksins Spennustigið var hátt í þessum leik og margar erfiðar ákvaðanir að taka fyrir dómaratríóið. Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem og Davíð Kristján Hreiðarsson leystu það verkefni bara nokkuð vel og fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var troðfullt hús í Umhyggjuhöllinni í kvöld en færra komust að en vildu á þessa körfuboltaveislu. Stuðningsmenn beggja liða voru í góðum gír framan af leik. Það var sungið, það var trallað og hitinn í húsinu var alveg eins og hann á að vera á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni. Fiskikóngurinn sá um að trylla lýðinn með því að þeyta skífur og allir léttir þar til það kárnaði aðeins gamanið. Það slettist aftur á móti upp á vinskapinn undir lok leiksins og slagsmál brutust út sem gæslumenn eiga lof skilið fyrir að leysa farsællega úr.
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn