Opið og lýðræðislegt samfélag fyrir alla Stjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 27. janúar 2015 07:00 Í dag, á Helfarardeginum 27. janúar, heiðrum við minningu þeirra sem létu lífið í helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Við heiðrum minningu þeirra milljóna kvenna, karla og barna sem létu lífið þegar hið opna og lýðræðislega samfélag vék fyrir brjálæði haturs, fordóma og skorti á umburðarlyndi. Réttlátt og lýðræðislegt samfélag byggir á grunngildunum um virðingu, frjálsræði og jöfnum rétti allra. Allir fæðast með þann grundvallarrétt, þau mannréttindi, að þurfa ekki að líða fyrir mismunum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúar. Hugmyndagrundvöllur jafnaðarmennskunnar byggir í raun á því að allir einstaklingar eigi að hafa sömu möguleika og sama rétt og þar liggur eitt mikilvægasta verkefni okkar í fjölmenningarsamfélögum nútímans. Í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir einstaklingar eru metnir til jafns. Það er auðvelt að gefa sér sem sjálfsagðan hlut að allir hafi í raun sömu möguleika og rétt. Auðvelt að gefa sér að í dag, 27. janúar 2015, sé heiminum ekki lengur skipt í „okkur“ og „þau“ þar sem annar hópurinn er mikilvægari en hinn. Gefa sér að við séum komin lengra. En því miður, sú er ekki raunin. Á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfgahópar gera alvarlega atlögu að okkar opna og lýðræðislega samfélagi með fordómafullum boðskap um kynþáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mismunun þjóðfélagshópa. Við okkur blasir vaxandi hatur í garð gyðinga og múslima og afar ógnvekjandi og hættuleg samfélagsþróun. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóðerniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðislegu samfélögum og gegn þeim ætlum við að vinna. Við munum áfram berjast fyrir jöfnum möguleikum allra og þeim mannréttindum að þurfa ekki að upplifa mismunun.Stillum saman strengi Við verðum að stilla saman strengi okkar í baráttunni fyrir hinu opna og lýðræðislega samfélagi, bæði á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu. Við verðum að læra af sögunni og á sama tíma vinna markvisst gegn niðurrifi hatursumræðu og fordóma. Til þess þurfum við einnig lýðræðisleg, öflug verkfæri. Með hið lifandi sögusafn Svía sem fyrirmynd, Forum för Levande Historia, hvetjum við þess vegna í dag öll norrænu löndin og Evrópu alla, til að standa sameiginlega að nýrri stofnum, sem með útgangspunkt í hörmungum Helfararinnar myndi berjast fyrir lýðræði, umburðarlyndi og jöfnum rétti allra. Berjast fyrir opnu lýðræðissamfélagi, gegn hatri og skorti á umburðarlyndi.Marit Nybakk,NoregiPhia Andersson,SvíþjóðGuðbjartur Hannesson,ÍslandiKarin Gaardsted,DanmörkTuula Peltonen,Finnlandistjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag, á Helfarardeginum 27. janúar, heiðrum við minningu þeirra sem létu lífið í helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Við heiðrum minningu þeirra milljóna kvenna, karla og barna sem létu lífið þegar hið opna og lýðræðislega samfélag vék fyrir brjálæði haturs, fordóma og skorti á umburðarlyndi. Réttlátt og lýðræðislegt samfélag byggir á grunngildunum um virðingu, frjálsræði og jöfnum rétti allra. Allir fæðast með þann grundvallarrétt, þau mannréttindi, að þurfa ekki að líða fyrir mismunum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúar. Hugmyndagrundvöllur jafnaðarmennskunnar byggir í raun á því að allir einstaklingar eigi að hafa sömu möguleika og sama rétt og þar liggur eitt mikilvægasta verkefni okkar í fjölmenningarsamfélögum nútímans. Í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir einstaklingar eru metnir til jafns. Það er auðvelt að gefa sér sem sjálfsagðan hlut að allir hafi í raun sömu möguleika og rétt. Auðvelt að gefa sér að í dag, 27. janúar 2015, sé heiminum ekki lengur skipt í „okkur“ og „þau“ þar sem annar hópurinn er mikilvægari en hinn. Gefa sér að við séum komin lengra. En því miður, sú er ekki raunin. Á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfgahópar gera alvarlega atlögu að okkar opna og lýðræðislega samfélagi með fordómafullum boðskap um kynþáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mismunun þjóðfélagshópa. Við okkur blasir vaxandi hatur í garð gyðinga og múslima og afar ógnvekjandi og hættuleg samfélagsþróun. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóðerniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðislegu samfélögum og gegn þeim ætlum við að vinna. Við munum áfram berjast fyrir jöfnum möguleikum allra og þeim mannréttindum að þurfa ekki að upplifa mismunun.Stillum saman strengi Við verðum að stilla saman strengi okkar í baráttunni fyrir hinu opna og lýðræðislega samfélagi, bæði á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu. Við verðum að læra af sögunni og á sama tíma vinna markvisst gegn niðurrifi hatursumræðu og fordóma. Til þess þurfum við einnig lýðræðisleg, öflug verkfæri. Með hið lifandi sögusafn Svía sem fyrirmynd, Forum för Levande Historia, hvetjum við þess vegna í dag öll norrænu löndin og Evrópu alla, til að standa sameiginlega að nýrri stofnum, sem með útgangspunkt í hörmungum Helfararinnar myndi berjast fyrir lýðræði, umburðarlyndi og jöfnum rétti allra. Berjast fyrir opnu lýðræðissamfélagi, gegn hatri og skorti á umburðarlyndi.Marit Nybakk,NoregiPhia Andersson,SvíþjóðGuðbjartur Hannesson,ÍslandiKarin Gaardsted,DanmörkTuula Peltonen,Finnlandistjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun