Tugþúsundir minnast Boris Nemtsovs 2. mars 2015 07:30 Stjórnarandstæðingar saka Pútín um að bera ábyrgð á morðinu. Tugþúsundir manna komu saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs en hann var skotinn til bana síðastliðið föstudagskvöld. Skrúðganga var farin í gegnum miðborgina og að staðnum þar sem Nemtsov var myrtur. Margir héldu á blómum til að leggja á svæðið. Þá voru margir með rússneska fánann og nokkrir með þann úkraínska. Á vef Reuters greinir að fólk hafi gengið með skilti og á sumum hafi staðið „Rússland án Pútín“. Mikil ólga hefur myndast í Rússlandi vegna morðsins. Nemtsov, sem varð 55 ára, var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Nemtsov var frjálslyndur stjórnmálamaður og hafði haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Hann var einn aðalskipuleggjenda mótmæla gegn hernaðarátökum í Úkraínu sem áttu að fara fram í borginni í gær. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu. Þá segja þeir Nemtsov hafa fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn. Auk þess hafi hann sagt að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan. Pútín hefur hins vegar fordæmt morðið og sagst ætla að taka að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita. Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi yfir Boloshoy Kammeny-brúnna skammt frá Kreml með konu í miðborg Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu. Myndbandið er þó ekki mjög greinilegt og aðeins aðdragandi morðsins sést á því, en ekki morðið sjálft. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Tugþúsundir manna komu saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs en hann var skotinn til bana síðastliðið föstudagskvöld. Skrúðganga var farin í gegnum miðborgina og að staðnum þar sem Nemtsov var myrtur. Margir héldu á blómum til að leggja á svæðið. Þá voru margir með rússneska fánann og nokkrir með þann úkraínska. Á vef Reuters greinir að fólk hafi gengið með skilti og á sumum hafi staðið „Rússland án Pútín“. Mikil ólga hefur myndast í Rússlandi vegna morðsins. Nemtsov, sem varð 55 ára, var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Nemtsov var frjálslyndur stjórnmálamaður og hafði haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Hann var einn aðalskipuleggjenda mótmæla gegn hernaðarátökum í Úkraínu sem áttu að fara fram í borginni í gær. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu. Þá segja þeir Nemtsov hafa fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn. Auk þess hafi hann sagt að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan. Pútín hefur hins vegar fordæmt morðið og sagst ætla að taka að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita. Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi yfir Boloshoy Kammeny-brúnna skammt frá Kreml með konu í miðborg Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu. Myndbandið er þó ekki mjög greinilegt og aðeins aðdragandi morðsins sést á því, en ekki morðið sjálft.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira