
Hver var amma þín?
Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013.
Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust.
Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.
Ömmusögum safnað
Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur.
Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós.
Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá.
Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða.
Skoðun

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar