Verslunin hefur hannað sérstaka sushi-kjóla í tilefni Hönnunnarmars sem fór af stað í gær. Kjólarnir eru alsettir sushi-myndum, svo sú sem klæðist verður áberandi girnileg.
„Við reynum að gera eitthvað skemmtilegt sem vekur jákvæð viðbrögð og matur hefur sannarlega þann eiginleika.“
Júníkorn-kjólarnir eru ekki fjöldaframleiddir, heldur saumaðir í búðinni og aðeins örfáir í hverri stærð. „Yfirleitt saumum við á okkur starfsfólkið og á gínurnar. Við látum þar við sitja,“ útskýrir Anna.

Við matarkjólaflóruna bætast hamborgarakjóll og bananakjóll sem vakið hafa heilmikla lukku.
„Það verður að vera gaman í vinnunni, það er algjört lykilatriði,“ tilkynnir Anna að lokum, kampakát.