Verkföll sögð óumflýjanleg sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 07:00 Kjaradeilur eru sagðar í hnút og staðan grafalvarleg. Svo víðtækar verkfallsaðgerðir sem eru í sjónmáli eru fáheyrðar í íslenskri kjarabaráttu. Helmingur launþega gæti lagt niður störf í lok mánaðarins. Fréttablaðið/Pjetur 37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Sjá meira
37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Sjá meira