Ég missti aldrei trúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2015 06:00 Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk gegn Serbum í gær. Hér er hann í baráttu inni á línunni. fréttablaðið/ernir Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögulegum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serbarnir tóku þá völdin og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðjan síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtökunum. Allt útlit var fyrir sigur heimamanna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að komast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björgvins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“ EM 2016 karla í handbolta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögulegum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serbarnir tóku þá völdin og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðjan síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtökunum. Allt útlit var fyrir sigur heimamanna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að komast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björgvins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“
EM 2016 karla í handbolta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira