Með dauðann að leikfangi Gunnar Ármannsson skrifar 12. maí 2015 07:00 „Hundrað synjað um undanþágu“. Þessi fyrirsögn Fréttablaðsins þann 8. maí sl. fangaði augað. Í fréttinni mátti m.a. lesa eftirfarandi: „Tvö hundruð hafa fengið undanþágu fyrir myndgreiningu en hundrað veikum verið synjað af undanþágunefnd“. Innan gæsalappa í fréttinni er eftirfarandi haft eftir talsmanni viðkomandi stéttarfélags: „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt.“ Einnig er eftirfarandi haft eftir talsmanninum: „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum.“ Í fréttinni er einnig haft eftir lækni að staðan sé hrikaleg og að hann óttist afleiðingar verkfalls á Landspítalanum. Um verkföll, ábyrgð og afleiðingar vinnustöðvunar er hægt að hafa langt mál. Það mál hefur áður verið fært í letur. Röksemdir með og á móti verkfallsréttinum hafa verið ræddar í þaula. En hvernig skyldi þessum hundrað líða sem synjað var um undanþágu? Hvernig skyldi ættingjum þeirra líða? Hvernig skyldi þeim lítast á röksemdirnar? Í sannleika sagt þá held ég að flestir sem lenda í þessari aðstöðu að vera einn af tiltekinni óskilgreindri tölfræði velti lítið fyrir sér víðara samhengi hlutanna. Þar sem viðkomandi hættir allt í einu að vera sjálfstæð persóna með sjálfstæðar þarfir fyrir aðstoð samborgaranna en verður allt í einu hluti af óskilgreindu ópersónugreinanlegu mengi í fyrirsögn í dagblaði. Í þeirra huga snýst málið um þeirra eigið líf – og kannski möguleikann á að fá að lifa því áfram. Þeir sem ekki hafa reynt það á sjálfum sér eða nánum aðstandanda að lifa við dauðans angist geta ekki sett sig í spor hinna – en þeim væri samt hollt að reyna það. Í innsíðufrétt um sama mál er haft eftir talsmanninum: „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint.“ Einmitt. Það er sem sagt sett í hendur umsækjenda um undanþágur annars vegar og verkfallsvarða hins vegar að bítast á um hvort umsókn sé svona eða hinsegin. Ef annar hvor aðilinn er ekki nógu vandvirkur þá bíður afgreiðslan. Í augum þess sem bíður er annar hvor mögulega með lykilinn að því hvort lífinu lýkur fyrr en seinna. Í fyrirsögn dagblaðsins er viðkomandi samt bara einn af hundrað. Ónafngreindur. Langflestir sem lesa fyrirsögnina hugsa ekki til einstaklingsins eða fjölskyldu hans. Þeir sjá bara fyrirsögn sem vísar til kjarabaráttu. Þeir sjá ekki angistina sem þeir upplifa sem eru svo óheppnir að vera hluti af þessu ónafngreinda mengi. Fæstir upplifa þessa hlið – sem betur fer. Ásættanlegt? En er það þetta sem við viljum? Óhagræðið sem við sem samfélag höfum samþykkt að verkföll geti og jafnvel eigi að hafa í för með sér, er það alltaf ásættanlegt? Jafnvel þótt það geti kostað mannslíf? Getum við samþykkt að það sé ásættanlegt að deiluaðilar geti reynt að varpa ábyrgð á hinn aðilann í vinnudeilu jafnvel þótt einn og einn deyi þess vegna? Fyrir þann sem eftir lifir er svarið jafnan nei. Sá sem fer hefur ekki atkvæðisrétt okkar megin. Þeir sem í þessu sporum standa hafa oftast ekki afgangsorku til að andæfa málflutningi sem þessum. Því er auðvelt að afgreiða þennan hóp sem tölfræði eða óskilgreint mengi. Fyrirsögn í vinnudeilu. Í augum þeirra sem eiga sér kannski óljósa framtíð er öll truflun á meðferð sérlega erfið. Ýmsar erfiðar hugsanir og tilfinningar fara af stað. Óvissan, óttinn, biðin, getan til að halda andlitinu gagnvart þeim nánustu, getan til að halda reisn, getan til að leyna þá nánustu því hversu erfið staðan er, getan til að lifa. Í baráttunni um betri kjör virðumst við hafa samþykkt að næstum allt sé leyfilegt. Líka að taka ákvarðanir fyrir þessar hundrað fjölskyldur. En í þeirra augum eru baráttuaðilar með mikið vald. Vald sem við flest viljum að sé frekar í höndum æðri máttar. Ef öðrum deiluaðila skjöplast getur afleiðingin verið lok lífsins. Þótt mörgum kunni að þykja það ósanngjarnt ætla ég samt að leyfa mér að setja þá skoðun mína fram að mér finnst það ekki rétt að þeir sem hafa tekið þá ákvörðun að sinna sjúkum geti leyft sér að leggja niður störf í kjarabaráttu. Ég er ekki sannfærður um að rétta kerfið sé það að „undanþágunefnd“ eigi að hafa alræðisvald um það sem gert er – eða ekki gert. Þarna erum við í augum þessara hundrað að færa allt að því guðum líkt vald í hendur einstaklinga. Sem geta síðan leyft sér að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf sjúklinga, sjúklinga sem í þeirra augum eru óskilgreindar andlitslausar persónur í óskilgreindu stærra mengi. Tölfræði. Hundrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Gunnar Ármannsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
„Hundrað synjað um undanþágu“. Þessi fyrirsögn Fréttablaðsins þann 8. maí sl. fangaði augað. Í fréttinni mátti m.a. lesa eftirfarandi: „Tvö hundruð hafa fengið undanþágu fyrir myndgreiningu en hundrað veikum verið synjað af undanþágunefnd“. Innan gæsalappa í fréttinni er eftirfarandi haft eftir talsmanni viðkomandi stéttarfélags: „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt.“ Einnig er eftirfarandi haft eftir talsmanninum: „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum.“ Í fréttinni er einnig haft eftir lækni að staðan sé hrikaleg og að hann óttist afleiðingar verkfalls á Landspítalanum. Um verkföll, ábyrgð og afleiðingar vinnustöðvunar er hægt að hafa langt mál. Það mál hefur áður verið fært í letur. Röksemdir með og á móti verkfallsréttinum hafa verið ræddar í þaula. En hvernig skyldi þessum hundrað líða sem synjað var um undanþágu? Hvernig skyldi ættingjum þeirra líða? Hvernig skyldi þeim lítast á röksemdirnar? Í sannleika sagt þá held ég að flestir sem lenda í þessari aðstöðu að vera einn af tiltekinni óskilgreindri tölfræði velti lítið fyrir sér víðara samhengi hlutanna. Þar sem viðkomandi hættir allt í einu að vera sjálfstæð persóna með sjálfstæðar þarfir fyrir aðstoð samborgaranna en verður allt í einu hluti af óskilgreindu ópersónugreinanlegu mengi í fyrirsögn í dagblaði. Í þeirra huga snýst málið um þeirra eigið líf – og kannski möguleikann á að fá að lifa því áfram. Þeir sem ekki hafa reynt það á sjálfum sér eða nánum aðstandanda að lifa við dauðans angist geta ekki sett sig í spor hinna – en þeim væri samt hollt að reyna það. Í innsíðufrétt um sama mál er haft eftir talsmanninum: „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint.“ Einmitt. Það er sem sagt sett í hendur umsækjenda um undanþágur annars vegar og verkfallsvarða hins vegar að bítast á um hvort umsókn sé svona eða hinsegin. Ef annar hvor aðilinn er ekki nógu vandvirkur þá bíður afgreiðslan. Í augum þess sem bíður er annar hvor mögulega með lykilinn að því hvort lífinu lýkur fyrr en seinna. Í fyrirsögn dagblaðsins er viðkomandi samt bara einn af hundrað. Ónafngreindur. Langflestir sem lesa fyrirsögnina hugsa ekki til einstaklingsins eða fjölskyldu hans. Þeir sjá bara fyrirsögn sem vísar til kjarabaráttu. Þeir sjá ekki angistina sem þeir upplifa sem eru svo óheppnir að vera hluti af þessu ónafngreinda mengi. Fæstir upplifa þessa hlið – sem betur fer. Ásættanlegt? En er það þetta sem við viljum? Óhagræðið sem við sem samfélag höfum samþykkt að verkföll geti og jafnvel eigi að hafa í för með sér, er það alltaf ásættanlegt? Jafnvel þótt það geti kostað mannslíf? Getum við samþykkt að það sé ásættanlegt að deiluaðilar geti reynt að varpa ábyrgð á hinn aðilann í vinnudeilu jafnvel þótt einn og einn deyi þess vegna? Fyrir þann sem eftir lifir er svarið jafnan nei. Sá sem fer hefur ekki atkvæðisrétt okkar megin. Þeir sem í þessu sporum standa hafa oftast ekki afgangsorku til að andæfa málflutningi sem þessum. Því er auðvelt að afgreiða þennan hóp sem tölfræði eða óskilgreint mengi. Fyrirsögn í vinnudeilu. Í augum þeirra sem eiga sér kannski óljósa framtíð er öll truflun á meðferð sérlega erfið. Ýmsar erfiðar hugsanir og tilfinningar fara af stað. Óvissan, óttinn, biðin, getan til að halda andlitinu gagnvart þeim nánustu, getan til að halda reisn, getan til að leyna þá nánustu því hversu erfið staðan er, getan til að lifa. Í baráttunni um betri kjör virðumst við hafa samþykkt að næstum allt sé leyfilegt. Líka að taka ákvarðanir fyrir þessar hundrað fjölskyldur. En í þeirra augum eru baráttuaðilar með mikið vald. Vald sem við flest viljum að sé frekar í höndum æðri máttar. Ef öðrum deiluaðila skjöplast getur afleiðingin verið lok lífsins. Þótt mörgum kunni að þykja það ósanngjarnt ætla ég samt að leyfa mér að setja þá skoðun mína fram að mér finnst það ekki rétt að þeir sem hafa tekið þá ákvörðun að sinna sjúkum geti leyft sér að leggja niður störf í kjarabaráttu. Ég er ekki sannfærður um að rétta kerfið sé það að „undanþágunefnd“ eigi að hafa alræðisvald um það sem gert er – eða ekki gert. Þarna erum við í augum þessara hundrað að færa allt að því guðum líkt vald í hendur einstaklinga. Sem geta síðan leyft sér að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf sjúklinga, sjúklinga sem í þeirra augum eru óskilgreindar andlitslausar persónur í óskilgreindu stærra mengi. Tölfræði. Hundrað.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun