Er rétt að tefla börnum fram í fjölmiðlum? Þóra Jónsdóttir skrifar 16. maí 2015 07:00 Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélagsmiðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafnvel myndir af þeim, birtist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikilvægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöllun í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélagsmiðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafnvel myndir af þeim, birtist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikilvægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöllun í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar