Þráttað um árangurinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra á atkvæðaveiðum. Nordicphotos/AFP Fyrst eftir að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tilkynnti í lok maí að efnt yrði til kosninga núna 18. júní virtist allt stefna í að hægri flokkarnir, undir forystu Lars Løkke Rasmussen, myndu fella stjórnina. Þetta nokkurra prósenta forskot bláu blokkarinnar svonefndu er nú horfið. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast kjósendur nánast hnífjafnt á milli fylkinganna. Stóru flokkarnir tveir skiptast á um að kynna ný loforð til að laða að kjósendur, þar sem áherslurnar hafa meðal annars verið á atvinnumál, umhverfismál, skatta og flóttamannastrauminn til Danmerkur. Á fimmtudagskvöldið mættust svo leiðtogar þeirra, þau Thorning-Schmidt og Løkke, í sjónvarpseinvígi, því þriðja sem efnt er til í þessari kosningabaráttu. Þar þrættu þau um það hvoru þeirra kjósendur gætu þakkað hagvöxt síðustu ára. „Við höfum séð til þess að Danmörk er komin út úr kreppunni, og nei, Lars Løkke, það er ekki þú sem hefur séð til þess. Það er mín pólitík sem hefur séð til þess,“ sagði forsætisráðherrann. „Nú þykir mér, ærlega talað, að þú sért að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði Løkke. „Það ert þú sem ert að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði þá Thorning-Schmidt. Sitt sýndist hverjum um það hvort þeirra hafði betur í einvíginu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jótlandspóstinum í gær, segjast nærri 70 prósent Dana ekki hafa það á tilfinningunni að danskir stjórnmálamenn taki skoðanir og áhyggjur kjósenda alvarlega. Almennt hefur tiltrú Dana á stjórnmálamönnum dalað mjög á síðustu árum. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Fyrst eftir að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tilkynnti í lok maí að efnt yrði til kosninga núna 18. júní virtist allt stefna í að hægri flokkarnir, undir forystu Lars Løkke Rasmussen, myndu fella stjórnina. Þetta nokkurra prósenta forskot bláu blokkarinnar svonefndu er nú horfið. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast kjósendur nánast hnífjafnt á milli fylkinganna. Stóru flokkarnir tveir skiptast á um að kynna ný loforð til að laða að kjósendur, þar sem áherslurnar hafa meðal annars verið á atvinnumál, umhverfismál, skatta og flóttamannastrauminn til Danmerkur. Á fimmtudagskvöldið mættust svo leiðtogar þeirra, þau Thorning-Schmidt og Løkke, í sjónvarpseinvígi, því þriðja sem efnt er til í þessari kosningabaráttu. Þar þrættu þau um það hvoru þeirra kjósendur gætu þakkað hagvöxt síðustu ára. „Við höfum séð til þess að Danmörk er komin út úr kreppunni, og nei, Lars Løkke, það er ekki þú sem hefur séð til þess. Það er mín pólitík sem hefur séð til þess,“ sagði forsætisráðherrann. „Nú þykir mér, ærlega talað, að þú sért að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði Løkke. „Það ert þú sem ert að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði þá Thorning-Schmidt. Sitt sýndist hverjum um það hvort þeirra hafði betur í einvíginu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jótlandspóstinum í gær, segjast nærri 70 prósent Dana ekki hafa það á tilfinningunni að danskir stjórnmálamenn taki skoðanir og áhyggjur kjósenda alvarlega. Almennt hefur tiltrú Dana á stjórnmálamönnum dalað mjög á síðustu árum.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira