Ábyrgð skilar árangri Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 13. júlí 2015 08:00 Að baki er ein snúnasta kjarasamningalota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þrautar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamningum er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnútana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreifum þessum kostnaðarauka yfir allt tímabil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vorsins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að baki er ein snúnasta kjarasamningalota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þrautar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamningum er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnútana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreifum þessum kostnaðarauka yfir allt tímabil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vorsins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar