Jafnaðarmenn í Þýskalandi ósáttir við ummæli fjármálaráðherra Þórgnýr Einar Albertsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 22. júlí 2015 07:00 Ummæli Wolfgang Schäuble um brotthvarf Grikkja úr evrusvæðinu valda jafnaðarmönnum áhyggjum. nordicphotos/afp „Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku ríkisstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokks Kristilega demókrataflokksins, flokks Angelu Merkel.Sigmar GabrielGabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmannaflokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólíkar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoðanir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hugmyndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópusambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýskaland sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum tillitsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michelbach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusambandið að heyrast.“ Grikkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
„Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku ríkisstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokks Kristilega demókrataflokksins, flokks Angelu Merkel.Sigmar GabrielGabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmannaflokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólíkar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoðanir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hugmyndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópusambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýskaland sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum tillitsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michelbach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusambandið að heyrast.“
Grikkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira