
Enn af verðofbeldi
Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mér kostar pappírsfernan sjálf komin í átöppunarsal á bilinu 16 til 18 krónur. Þá á eftir að koma mjólkinni í fernuna. Til þess að gera það þarf mikið húsnæði, stóra og dýra vélasamstæðu auk nokkurs mannafla. Varlega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólkinni úr tanknum í fernuna.
Helstu kaupendur ópakkaðrar mjólkur eru aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna í framleiðslu og sölu afurða sem unnar eru úr ópakkaðri mjólk. Í Verðlagsnefnd búvara sitja fulltrúar bænda og fulltrúar afurðastöðva (sem eru sameignarfyrirtæki bænda!), fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins auk fulltrúa velferðarráðuneytisins sem ætlað er að gæta „hagsmuna“ neytenda, en því hlutverki sinntu fulltrúar ASÍ og BSRB áður. Afurðastöðvafulltrúarnir mata nefndina á upplýsingum um framleiðslukostnað og á grundvelli þeirra upplýsinga ákveður nefndin heildsöluverð hinna ýmsu afurða. Í fréttatilkynningu verðlagsnefndarinnar er lögð áhersla á að samþykktir hennar hafi verið samhljóða.
Dæmið hér að ofan um vanmat nefndarinnar á kostnaði við átöppun mjólkur á fernur benda til þess að fulltrúar ráðuneytanna tveggja hafi ekki sinnt upplýsingaöflunarskyldu sinni af þeirri kostgæfni sem eðlilegt er og búvörulög kveða á um. Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálfstæðra upplýsinga. Sem er auðvelt því Mjólkursamsalan er ekki ein um að tappa vökva í TetraPakk-umbúðir hér á landi!
Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. Jafnframt fer ég fram á að nefndin geri opinberlega grein fyrir rökstuðningi fyrir verðbreytingum sem ákveðnar voru nú í júlí. Geti nefndin það ekki er eðlilegt að auglýsingin frá 17. júlí verði dregin til baka uns ákvörðun sem þolir almenna skoðun liggur fyrir. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðsluna undir samkeppnislög við allra fyrsta tækifæri.
Skoðun

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar