Annasamt ár hjá Björk Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2015 14:00 Björk hefur komið víða við á árinu. Mynd/Garðar Kjartansson Árið 2015 hefur verið annasamt hjá tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur, sem þurfti þó því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðar í sumar og haust. Eins og menn muna lak platan Vulnicura út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura, sem er áttunda sólóplata Bjarkar og gefin út af One Little Indian, fékk frábæra gagnrýni og margir tala um að þó skammt sé liðið á árið þá verði þetta tvímælalaust ein af plötum ársins. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Björk birti fyrir skömmu tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hún útskýrði ástæður þess að hún ákvað að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum en tónleikar hennar á Iceland Airwaves-hátíðinni voru á meðal þeirra tónleika sem aflýst var. Í tilkynningunni tjáir tónlistarkonan sig um að það hafi tekið verulega á hana að flytja lögin af plötunni en Vulnicura er að miklu leyti byggð á sambandsslitum hennar við listamanninn Matthew Barney. Í sömu tilkynningu lýsir hún þakklæti sínu fyrir þetta tónleikaferðalag og þakkar hún öllum samstarfsfélögum sínum og aðdáendum. Björk segir að platan sé öðruvísi en fyrri verk hennar og tekur einnig fram að óviðráðanlegar ástæður hafi orðið til þess að hætt var við tónleikana. Í lok tilkynningarinnar segist Björk vera byrjuð að semja nýja tónlist. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í apríl tónleikana á Íslandi sér mikilvæga. „Alltaf langmikilvægustu tónleikarnir fyrir mig, þess vegna geri ég þá oftast seinna á túrnum svo allt sé orðið slípað,“ sagði hún spurð út tónleikana sem fyrirhugaðir voru á Íslandi.Björk segist vera byrjuð að semja nýja tónlist.Vísir/GettyVulnicura var mest sótta platan hjá tónlistarveitunni iTunes í vikunni sem hún kom út. Hún var númer eitt í yfir 30 löndum:BretlandArgentínaAusturríkiBelgíaBrasilíaBúlgaríaSíleKýpurTékklandDanmörkEistlandFinnlandGrikklandUngverjalandÍrlandÍsraelMexíkóHollandNoregurPóllandPortúgalRúmeníaRússlandSlóvakíaSlóveníaSpánnSuður-AfríkaSvíþjóðSvissVíetnamFrábær gagnrýni í erlendum miðlumThe Guardian 4/5Reader’s Digest 5/5Time Out London 4/5Curious Animal 9/10Press Play 5/5NME 8/10Pitchfork 8,6/10Rolling Stone 4/5Spin 8/10The Telegraph 4/5 Airwaves Björk Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Árið 2015 hefur verið annasamt hjá tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur, sem þurfti þó því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðar í sumar og haust. Eins og menn muna lak platan Vulnicura út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura, sem er áttunda sólóplata Bjarkar og gefin út af One Little Indian, fékk frábæra gagnrýni og margir tala um að þó skammt sé liðið á árið þá verði þetta tvímælalaust ein af plötum ársins. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Björk birti fyrir skömmu tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hún útskýrði ástæður þess að hún ákvað að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum en tónleikar hennar á Iceland Airwaves-hátíðinni voru á meðal þeirra tónleika sem aflýst var. Í tilkynningunni tjáir tónlistarkonan sig um að það hafi tekið verulega á hana að flytja lögin af plötunni en Vulnicura er að miklu leyti byggð á sambandsslitum hennar við listamanninn Matthew Barney. Í sömu tilkynningu lýsir hún þakklæti sínu fyrir þetta tónleikaferðalag og þakkar hún öllum samstarfsfélögum sínum og aðdáendum. Björk segir að platan sé öðruvísi en fyrri verk hennar og tekur einnig fram að óviðráðanlegar ástæður hafi orðið til þess að hætt var við tónleikana. Í lok tilkynningarinnar segist Björk vera byrjuð að semja nýja tónlist. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í apríl tónleikana á Íslandi sér mikilvæga. „Alltaf langmikilvægustu tónleikarnir fyrir mig, þess vegna geri ég þá oftast seinna á túrnum svo allt sé orðið slípað,“ sagði hún spurð út tónleikana sem fyrirhugaðir voru á Íslandi.Björk segist vera byrjuð að semja nýja tónlist.Vísir/GettyVulnicura var mest sótta platan hjá tónlistarveitunni iTunes í vikunni sem hún kom út. Hún var númer eitt í yfir 30 löndum:BretlandArgentínaAusturríkiBelgíaBrasilíaBúlgaríaSíleKýpurTékklandDanmörkEistlandFinnlandGrikklandUngverjalandÍrlandÍsraelMexíkóHollandNoregurPóllandPortúgalRúmeníaRússlandSlóvakíaSlóveníaSpánnSuður-AfríkaSvíþjóðSvissVíetnamFrábær gagnrýni í erlendum miðlumThe Guardian 4/5Reader’s Digest 5/5Time Out London 4/5Curious Animal 9/10Press Play 5/5NME 8/10Pitchfork 8,6/10Rolling Stone 4/5Spin 8/10The Telegraph 4/5
Airwaves Björk Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira