Einar Örn og Logi Geirs skoruðu báðir þegar við unnum Króata síðast í landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 17:15 Logi Geirsson og Einar Örn Jónsson léku áður með landsliðinu en fjalla nú um liðið á RÚV. Vísir/Hari Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00
Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48
Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30
Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30
Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30