Umsátursástandi lokið í höfuðborg Búrkína Fasó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 10:45 Franskt herlið aðstoðaði heimamenn í Búrkína Fasó. Vísir/AFP 126 gíslar hafa frelsaðir eftir að búrkínskar og franskar hersveitir réðust til atlögu gegn byssumönnum sem í gærkvöldi réðust inn á Splendid-hótelið, vinsælt hótel í Ouagadogou, höfuðborg Búrkína Fasó. Talið er að minnst 22 hafi látist í umsátursástandinu sem skapaðist, þar af þrír af byssumönnunum. Frönsk hersveit kom frá nágrannaríkinu Malí til þess að aðstoða heimamenn. Hersveitirnar réðust inn á hótelið í morgun og hófust miklir skotbardagar í kjölfarið. Í fyrstu tilraun tókst að frelsa um 60 gísla en hersveitirnar börðust gegn byssumönnunum á hverri hæð á hinu fimm hæða hóteli þangað til yfir lauk. Minnnst 33 eru særðir en ekki er vitað hversu margir voru í eða við hótelið þegar árásirnar voru gerðar. Splendid hótelið er vinsælt hótel, yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Talið er að sami hryðjuverkahópur og framdi þá árás hafi staðið að baki árásinni á Splendid-hótelið í gærkvöldi. Hópurinn er tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og gengur undir nafninu AQIM eða al-Qaida in the Islamic Maghreb. Búrkína Fasó Tengdar fréttir Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00 Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
126 gíslar hafa frelsaðir eftir að búrkínskar og franskar hersveitir réðust til atlögu gegn byssumönnum sem í gærkvöldi réðust inn á Splendid-hótelið, vinsælt hótel í Ouagadogou, höfuðborg Búrkína Fasó. Talið er að minnst 22 hafi látist í umsátursástandinu sem skapaðist, þar af þrír af byssumönnunum. Frönsk hersveit kom frá nágrannaríkinu Malí til þess að aðstoða heimamenn. Hersveitirnar réðust inn á hótelið í morgun og hófust miklir skotbardagar í kjölfarið. Í fyrstu tilraun tókst að frelsa um 60 gísla en hersveitirnar börðust gegn byssumönnunum á hverri hæð á hinu fimm hæða hóteli þangað til yfir lauk. Minnnst 33 eru særðir en ekki er vitað hversu margir voru í eða við hótelið þegar árásirnar voru gerðar. Splendid hótelið er vinsælt hótel, yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Talið er að sami hryðjuverkahópur og framdi þá árás hafi staðið að baki árásinni á Splendid-hótelið í gærkvöldi. Hópurinn er tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og gengur undir nafninu AQIM eða al-Qaida in the Islamic Maghreb.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00 Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00
Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05