Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 12:24 Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38
Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16