Gríðarleg aðsókn hefur verið í miða á verðlaunin sem útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 hafa verið að gefa síðustu daga og alveg ljóst að færri komast að en vilja.
Margir að flottustu tónlistarmönnum landsins munu koma fram á hátíðinni og má þar nefna; Bubba og Spaðadrottningarnar, Pál Óskar, Dikta, Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Axel Flóvent, Fufanu og Glowie.
Útsendingin hefst klukkan 20.15 í kvöld, stendur til 22.15 og verður aðgengileg í spilaranum hér fyrir ofan.