TISA Helga Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2016 16:37 Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar