Evrópumeistarar Dags mögulega í læstri dagskrá á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 16:30 Dagur Sigurðsson og handboltaíþróttin eru í sviðsljósinu í Þýskalandi. Vísir/AFP Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira