Helgi Már: Á eftir að sakna hláturskastanna á hótelherberginu 16. febrúar 2016 10:45 Helgi Már lék 95 landsleiki á ferlinum. Vísir/Anton Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta með liði sínu, KR, í fyrsta sinn á ferlinum. Sá titill hafði mikla þýðingu fyrir hann eins og hann lýsti í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Helgi Már hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins en vonast auðvitað til að því ljúki með því að KR verði Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Alls hefur Helgi Már þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með félaginu.Sjá einnig: Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Hann á líka glæstan landsliðsferil að baki sem telur alls fjórtán ár. Hann hefur alls leikið 95 landsleiki og skorað í þeim 509 stig. Hápunkturinn á ferlinum var, eins og hjá mörgum öðrum landsliðsfélögum hans, að spila á EM í Berlín síðastliðið haust. „Eins ótrúlega gaman og það var og skemmtileg upplifun var það afar svekkjandi að hafa meiðst í undirbúningnum,“ sagði Helgi Már sem sleit sin í ökklanum á æfingu. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa farið á mótið og fengið mínútur. En auðvitað hugsar maður með sér að maður hefði viljað fá stærra hlutverk. Mér leið alltaf eins og ég ætti eitthvað „móment“ inni.“Helgi Már Magnússon fagnar eftir landsleik.Vísir/AntonFyrir stuttu síðan var dregið í undankeppni EM 2017 og var Ísland í riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í öðru sæti á góðan möguleika á að fara áfram. Möguleikar Íslands eru því ágætir. Helgi Már hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir hann að standa fyrir utan landsliðið í fyrsta sinn í langan tíma næst þegar það kemur saman. „Það hefði verið gaman fyrir mig að spila gegn Sviss enda spilaði ég sjálfur þar á sínum tíma. En að sama skapi fannst mér að ég væri ekki að gegna lykilhlutverki í landsliðinu lengur og ekki að spila mikið. Ég dvel því ekki mikið við þetta núna en hver veit hvað gerist í sumar þegar strákarnir koma saman og byrja að æfa.“ „Ég held að ég muni fyrsta og fremst sakna þess að umgangast þessa stráka sem ég hef þekkt svo lengi. Við höfum margir verið saman síðan í unglingalandsliðunum og þeir hafa því verið stór hluti af mínu lífi.“ „Það var alltaf fastur punktur í tilverunni að vera með þeim, í einhverri vitleysu uppi á hótelherbergi - í hláturskasti langt fram eftir nóttu. Ég á eftir að sakna þess mest.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta eftir langa bið. Hann var maður leiksins hjá KR og bætti þar með fyrir tapið grátlega gegn Stjörnunni í fyrra. 16. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta með liði sínu, KR, í fyrsta sinn á ferlinum. Sá titill hafði mikla þýðingu fyrir hann eins og hann lýsti í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Helgi Már hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins en vonast auðvitað til að því ljúki með því að KR verði Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Alls hefur Helgi Már þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með félaginu.Sjá einnig: Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Hann á líka glæstan landsliðsferil að baki sem telur alls fjórtán ár. Hann hefur alls leikið 95 landsleiki og skorað í þeim 509 stig. Hápunkturinn á ferlinum var, eins og hjá mörgum öðrum landsliðsfélögum hans, að spila á EM í Berlín síðastliðið haust. „Eins ótrúlega gaman og það var og skemmtileg upplifun var það afar svekkjandi að hafa meiðst í undirbúningnum,“ sagði Helgi Már sem sleit sin í ökklanum á æfingu. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa farið á mótið og fengið mínútur. En auðvitað hugsar maður með sér að maður hefði viljað fá stærra hlutverk. Mér leið alltaf eins og ég ætti eitthvað „móment“ inni.“Helgi Már Magnússon fagnar eftir landsleik.Vísir/AntonFyrir stuttu síðan var dregið í undankeppni EM 2017 og var Ísland í riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í öðru sæti á góðan möguleika á að fara áfram. Möguleikar Íslands eru því ágætir. Helgi Már hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir hann að standa fyrir utan landsliðið í fyrsta sinn í langan tíma næst þegar það kemur saman. „Það hefði verið gaman fyrir mig að spila gegn Sviss enda spilaði ég sjálfur þar á sínum tíma. En að sama skapi fannst mér að ég væri ekki að gegna lykilhlutverki í landsliðinu lengur og ekki að spila mikið. Ég dvel því ekki mikið við þetta núna en hver veit hvað gerist í sumar þegar strákarnir koma saman og byrja að æfa.“ „Ég held að ég muni fyrsta og fremst sakna þess að umgangast þessa stráka sem ég hef þekkt svo lengi. Við höfum margir verið saman síðan í unglingalandsliðunum og þeir hafa því verið stór hluti af mínu lífi.“ „Það var alltaf fastur punktur í tilverunni að vera með þeim, í einhverri vitleysu uppi á hótelherbergi - í hláturskasti langt fram eftir nóttu. Ég á eftir að sakna þess mest.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta eftir langa bið. Hann var maður leiksins hjá KR og bætti þar með fyrir tapið grátlega gegn Stjörnunni í fyrra. 16. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00
Helgi Már: Skuldaði sjálfum mér að vinna Helgi Már Magnússon varð um helgina bikarmeistari í körfubolta eftir langa bið. Hann var maður leiksins hjá KR og bætti þar með fyrir tapið grátlega gegn Stjörnunni í fyrra. 16. febrúar 2016 06:00
Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30
Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02