Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 16:45 Ole Gunnar og Eiður Smári með treyju númer 22 í dag. mynd/moldefk Eiður Smári Guðjohnsen samdi í dag til eins árs við norska stórliðið Molde og æfði með því í fyrsta sinn í morgun. Hann var síðast á mála hjá Shijiazhuang Ever Bright í Kína. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir og verður hann sjöundi Íslendingurinn sem klæðist treyju Molde. Síðast spilaði Björn Bergmann Sigurðarson fyrir félagið 2014.Sjá einnig:Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára „Það er svona rúm vika síðan ég vissi af áhuga Molde en svo sendi [Ole Gunnar] Solskjær mér skilaboð og spurði hvort það væri í lagi að hann myndi hringja í mig og spjalla um þann möguleika að ég kæmi yfir og spilaði fyrir hann hjá Molde,“ segir Eiður Smári í viðtali við Vísi. „Ef Solskjær vill hringja og tala um eitthvað þá svarar maður bara, hvort sem hann vill ræða þetta eða eitthvað annað.“Eiður Smári varð Evrópumeistari með Barcelona 2009 og er því ansi stór fiskur í norsku tjörninni.vísir/gettyAsía ekki inni í myndinni Eiður Smári var búinn á æfingu og með helstu skylduverkin sem fylgja því að skipta um félag þegar Vísir ræddi við hann í dag. Hann er spenntur fyrir árinu í Molde enda hentar honum vel að spila í Noregi á þessu stigi ferilsins með Evrópumótið framundan. „Þetta þróaðist mjög jákvætt. Tímasetningin á þessu er fín. Það er mánuður í mót þannig ég fæ smá undirbúningstímabil. Aðstæður eru mjög góðar hjá félaginu og hér er allt til alls til að fara að einbeita sér að fótbolta,“ segir Eiður, en þekkir hann Solskjær persónulega eftir daga þeirra á Englandi?Sjá einnig:Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár „Nei, ekki þannig nema við bárum bara gagnkvæma virðingu fyrir hvor öðrum. Við heilsuðumst bara en ekkert meira en það.“ Þegar ljóst var að Eiður Smári yrði ekki áfram í Kína höfðu nokkur félög áhuga, meðal annars í Asíu en það kom ekki til greina að vera áfram þar. „Ég var búinn að ákveða það. Mér leið vel þar en það var bara langt í burtu. Ég er með lítið barn og vildi því vera aðeins nær allavega,“ segir Eiður Smári. „Það voru hin og þessi félög í þessu. Rétt eftir áramót kom eitthvað upp í Asíu en ég var búinn að ákveða að ég vildi vera í Evrópu eða á Norðurlöndum. Miðað við það er þetta mjög fín lausn.“Eiður Smári er orðinn leikmaður Molde.vísir/gettyAlltaf undir pressu Norskir fjölmiðlar hafa ekki haft undan að moka út fréttum um komu Eiðs Smára í dag enda um risanafn að ræða í fótboltaheiminum og verður hann líklega stærsta nafnið í úrvalsdeildinni þar í landi í ár. „Ég hef aðeins tekið eftir þessu og les það á fréttamiðlum á öðru hvernig það er. Þeim finnst þetta greinilega stór frétt í fótboltanum hérna. Ég sjálfur er aðallega að spá í að vera í standi og vera tilbúinn þegar mótið byrjar,“ segir Eiður Smári hógvær, en finnur hann fyrir aukinni pressu vegna ferilskrár sinnar?Sjá einnig:Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu með Molde „Ég held að ég hef yfirleitt alltaf verið undir einhverskonar pressu á ferlinum. Auðvitað fylgir það fótboltanum. Ég hef alltaf sagt að fótboltinn er lang skemmtilegastur undir pressu.“Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Noregs.mynd/skjáskotUndir sér komið Það styttist í annan endan á ferli Eiðs Smára og því vill hann spila sem mest. Hann verður 38 ára á árinu og á fyrir höndum sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Hver einasti leikmaður fer með því hugarfari til nýs liðs að hann vilji spila. Í hreinskilni sagt á mínum aldri vil ég spila sem mest. Ég útskýrði fyrir Solskjær stöðuna hjá mér. Ég vil bara njóta þess að spila þennan tíma sem ég á eftir og hef líkamlega burði til,“ segir Eiður Smári. „Svo útskýrði Solskjær hvað hann vantar. Hann er með mjög ungan hóp og vantaði reynslumikinn leikmann þegar mitt nafn kom upp í huga hans. Það var svona mergur málsins,“ segir Eiður. Ein ástæða þess að hann samdi við Molde er hversu vel það hentaði fyrir árið með landsliðinu. „Það jákvæða við þetta er, að ég fæ fínan tíma til að undirbúa mig og deildin verður í fullum gangi fram að sumri. Er þetta svo ekki bara allt undir mér komið?“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08 Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30 Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen samdi í dag til eins árs við norska stórliðið Molde og æfði með því í fyrsta sinn í morgun. Hann var síðast á mála hjá Shijiazhuang Ever Bright í Kína. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir og verður hann sjöundi Íslendingurinn sem klæðist treyju Molde. Síðast spilaði Björn Bergmann Sigurðarson fyrir félagið 2014.Sjá einnig:Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára „Það er svona rúm vika síðan ég vissi af áhuga Molde en svo sendi [Ole Gunnar] Solskjær mér skilaboð og spurði hvort það væri í lagi að hann myndi hringja í mig og spjalla um þann möguleika að ég kæmi yfir og spilaði fyrir hann hjá Molde,“ segir Eiður Smári í viðtali við Vísi. „Ef Solskjær vill hringja og tala um eitthvað þá svarar maður bara, hvort sem hann vill ræða þetta eða eitthvað annað.“Eiður Smári varð Evrópumeistari með Barcelona 2009 og er því ansi stór fiskur í norsku tjörninni.vísir/gettyAsía ekki inni í myndinni Eiður Smári var búinn á æfingu og með helstu skylduverkin sem fylgja því að skipta um félag þegar Vísir ræddi við hann í dag. Hann er spenntur fyrir árinu í Molde enda hentar honum vel að spila í Noregi á þessu stigi ferilsins með Evrópumótið framundan. „Þetta þróaðist mjög jákvætt. Tímasetningin á þessu er fín. Það er mánuður í mót þannig ég fæ smá undirbúningstímabil. Aðstæður eru mjög góðar hjá félaginu og hér er allt til alls til að fara að einbeita sér að fótbolta,“ segir Eiður, en þekkir hann Solskjær persónulega eftir daga þeirra á Englandi?Sjá einnig:Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár „Nei, ekki þannig nema við bárum bara gagnkvæma virðingu fyrir hvor öðrum. Við heilsuðumst bara en ekkert meira en það.“ Þegar ljóst var að Eiður Smári yrði ekki áfram í Kína höfðu nokkur félög áhuga, meðal annars í Asíu en það kom ekki til greina að vera áfram þar. „Ég var búinn að ákveða það. Mér leið vel þar en það var bara langt í burtu. Ég er með lítið barn og vildi því vera aðeins nær allavega,“ segir Eiður Smári. „Það voru hin og þessi félög í þessu. Rétt eftir áramót kom eitthvað upp í Asíu en ég var búinn að ákveða að ég vildi vera í Evrópu eða á Norðurlöndum. Miðað við það er þetta mjög fín lausn.“Eiður Smári er orðinn leikmaður Molde.vísir/gettyAlltaf undir pressu Norskir fjölmiðlar hafa ekki haft undan að moka út fréttum um komu Eiðs Smára í dag enda um risanafn að ræða í fótboltaheiminum og verður hann líklega stærsta nafnið í úrvalsdeildinni þar í landi í ár. „Ég hef aðeins tekið eftir þessu og les það á fréttamiðlum á öðru hvernig það er. Þeim finnst þetta greinilega stór frétt í fótboltanum hérna. Ég sjálfur er aðallega að spá í að vera í standi og vera tilbúinn þegar mótið byrjar,“ segir Eiður Smári hógvær, en finnur hann fyrir aukinni pressu vegna ferilskrár sinnar?Sjá einnig:Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu með Molde „Ég held að ég hef yfirleitt alltaf verið undir einhverskonar pressu á ferlinum. Auðvitað fylgir það fótboltanum. Ég hef alltaf sagt að fótboltinn er lang skemmtilegastur undir pressu.“Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Noregs.mynd/skjáskotUndir sér komið Það styttist í annan endan á ferli Eiðs Smára og því vill hann spila sem mest. Hann verður 38 ára á árinu og á fyrir höndum sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Hver einasti leikmaður fer með því hugarfari til nýs liðs að hann vilji spila. Í hreinskilni sagt á mínum aldri vil ég spila sem mest. Ég útskýrði fyrir Solskjær stöðuna hjá mér. Ég vil bara njóta þess að spila þennan tíma sem ég á eftir og hef líkamlega burði til,“ segir Eiður Smári. „Svo útskýrði Solskjær hvað hann vantar. Hann er með mjög ungan hóp og vantaði reynslumikinn leikmann þegar mitt nafn kom upp í huga hans. Það var svona mergur málsins,“ segir Eiður. Ein ástæða þess að hann samdi við Molde er hversu vel það hentaði fyrir árið með landsliðinu. „Það jákvæða við þetta er, að ég fæ fínan tíma til að undirbúa mig og deildin verður í fullum gangi fram að sumri. Er þetta svo ekki bara allt undir mér komið?“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08 Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30 Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30
Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08
Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30
Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19