Álið farið frá Straumsvík

Ólafur Teitur Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að bróðurpartur þess áls sem átti að flytja hafi verið lestaður um borð í skipið. Ekki allt. Hann segir tjón fyrirtækisins þó ekki afmarkast af því hve mikið hafi farið um borð í flutningaskipið.
„Við finnum fyrir miklu óöryggi hjá viðskiptavinum okkar með framhaldið og það hefur verið eitthvað um að verið sé að afpanta frá okkur inn í framtíðina.“
Alls máttu 19 stjórnendur fyrirtækisins lesta skipið og Ólafur segir stóran hluta þeirra hafa tekið þátt í vinnunni.
„Við leggjum höfuðáherslu á að komast að einhverjum samningum í þessari langvinnu deilu. Við teljum að það sé allar forsendur til þess til staðar.“
Tengdar fréttir

Telur ólíklegt að stjórnendum takist að fylla skipið
Farmurinn orðinn nokkuð stór, segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli
Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip.

Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur.

Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi
Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel.

Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin
Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík.

Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal
Yfirmenn Ísal voru ekki eins röskir við útskipun í dag og vanir hafnarverkamenn eru. Verðmæti útflutnings Ísal lækkaði um 28 prósent á síðasta ári.

Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag
Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna.

Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík
Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku.