Fundurinn er öllum opinn í stofu M101 í húsakynnum HR.
Átta frambjóðendur hafa boðað komu sína en það eru þau Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Benedikt Kristján Mewes, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Hrannar Pétursson og Magnús Ingi Magnússon.
Fundarstjóri verður Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar háskólans.