Í færslunni sem Conor setti á samfélagsmiðla eru skýr skilaboð. Hann ætli ekki að fara á hnén fyrir UFC og þurfi ekki á því að halda.
Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC
Írinn er búinn að bjóðast til þess að taka þátt á UFC 200 í sumar en aðeins ef hann fær slaka í kynningarstarfinu. Hann vill fá meiri tíma til þess að æfa í friði svo hann geti hefnt fyrir tapið gegn Nate Diaz.
Conor segist ekki skulda neitt, eigi nóg af peningum og sé búinn að rúlla upp UFC. Hann endar svo með kassamerkinu þið eigið leik.
Við bíðum eftir því að UFC svari.
I've got my bills paid. My money made. And the entire game slayed. #YourMove pic.twitter.com/wOgbNgUPVd
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 22, 2016