Til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðinn fyrir unga fólkið heimir már pétursson skrifar 18. maí 2016 20:00 Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent