Þvílík veisla! Ívar Halldórsson skrifar 17. maí 2016 09:50 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Svíþjóð að þessu sinni var konunglegt hlaðborð af lifandi skemmtidagsskrá í tali, gríni dansi og tónum. Öll umgjörð keppninnar var einstaklega fagmannleg og glæsileg í alla staði. Metnaður tónleikahaldara skilaði sér á skjái yfir 200 milljón heimsbúa, en aldrei hefur keppnin náð til eins margra og nú. Kínverjar og Bandaríkjamenn eru nú komnir á bragðið og hefur keppnin verið vottuð opinberlega af engum öðrum en Justin Timberlake sem fór á kostum í hálfleik keppninnar er hann flutti nýja lagið sitt "Can't Stop The Feeling." Ný útfærsla á opinberun atkvæða gerði áhorfendum kleift að rýna betur inn í afstöðu fagmanna annars vegar og afstöðu almennings hins vegar. Mögulegur pólitískur ágreiningur er því berskjaldaðari í þessari nýju greiningu stigagjafa. Það kom þægilega á óvart að almenningur í Úkraínu og Rússlandi blandaði ekki pólitík í stigagjöf sína þrátt fyrir að fagmannlegar dómnefndir þeirra, sem slepptu að gefa hvorri annari stig, hafi líklega gert það. Ég vona innilega að Rússar leggi allan ágreining á hilluna og mæti til Úkraínu með útspil sitt að ári. Skoðanir almennings á málefnum Ísraelsmanna virðast hafa haft meiri áhrif á atkvæðagreiðslu í sumum Evrópulöndum en öðrum. Hvorki íslenska dómnefndin né íslenskur almenningur gáfu Ísraelum stig í þetta skiptið þrátt fyrir nokkuð rausnarlega stigagjöf margra nágrannaþjóða okkar til ísraelsku þjóðarinnar. Það gæti þó auðvitað verið bara tilviljun eða smekksmunur. Maður vonar alla vega að tónlistarsmekkur okkar eða annara ráðist ekki af því hverrar þjóðar flytjendur tónlistarinnar eru. Tónlist án fordóma og allt það. Það verður þá athyglisvert að sjá hvort Úkraína nái að toppa Svíana að ári hvað glæsileika varðar. Hver ætli að troði upp í hálfleik hjá þeim? Justin Bieber? Adele? ELO? Verður Michael Jackson kannski reistur upp frá dauðum? Verður keppnin haldin neðanjarðar? Verða kynnarnir í beinni frá tunglinu? Fá kínverjar að vera með? Getum við kosið með fjarstýringunni okkar? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað að ári. Eitt er þó víst að Svíar hækkuðu gæðastuðulinn í keppnishaldi og flestar þjóðir virðast hafa lagt enn meiri metnað í lagaflutning og val á söngvurum en áður. Ég og fjölskylda mín skemmtum okkur í það minnsta konunglega í ár við að horfa og hlusta á fjölbreytt veisluhöldin. Við hlökkum til næstu tónlistarveislu í boði hins sænska Dumbledore og Júróvisjón akademíunnar. Þótt pólitík og mismunandi viðhorf freisti þess stundum að sundra okkur mannfólkinu, ættum við í það minnsta að nýta meðbyr þessa árlega viðburðar til að minna okkur á að við erum öll bara manneskjur sem elskum tónlist og góða skemmtun. Megi söngurinn sameina okkur um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Svíþjóð að þessu sinni var konunglegt hlaðborð af lifandi skemmtidagsskrá í tali, gríni dansi og tónum. Öll umgjörð keppninnar var einstaklega fagmannleg og glæsileg í alla staði. Metnaður tónleikahaldara skilaði sér á skjái yfir 200 milljón heimsbúa, en aldrei hefur keppnin náð til eins margra og nú. Kínverjar og Bandaríkjamenn eru nú komnir á bragðið og hefur keppnin verið vottuð opinberlega af engum öðrum en Justin Timberlake sem fór á kostum í hálfleik keppninnar er hann flutti nýja lagið sitt "Can't Stop The Feeling." Ný útfærsla á opinberun atkvæða gerði áhorfendum kleift að rýna betur inn í afstöðu fagmanna annars vegar og afstöðu almennings hins vegar. Mögulegur pólitískur ágreiningur er því berskjaldaðari í þessari nýju greiningu stigagjafa. Það kom þægilega á óvart að almenningur í Úkraínu og Rússlandi blandaði ekki pólitík í stigagjöf sína þrátt fyrir að fagmannlegar dómnefndir þeirra, sem slepptu að gefa hvorri annari stig, hafi líklega gert það. Ég vona innilega að Rússar leggi allan ágreining á hilluna og mæti til Úkraínu með útspil sitt að ári. Skoðanir almennings á málefnum Ísraelsmanna virðast hafa haft meiri áhrif á atkvæðagreiðslu í sumum Evrópulöndum en öðrum. Hvorki íslenska dómnefndin né íslenskur almenningur gáfu Ísraelum stig í þetta skiptið þrátt fyrir nokkuð rausnarlega stigagjöf margra nágrannaþjóða okkar til ísraelsku þjóðarinnar. Það gæti þó auðvitað verið bara tilviljun eða smekksmunur. Maður vonar alla vega að tónlistarsmekkur okkar eða annara ráðist ekki af því hverrar þjóðar flytjendur tónlistarinnar eru. Tónlist án fordóma og allt það. Það verður þá athyglisvert að sjá hvort Úkraína nái að toppa Svíana að ári hvað glæsileika varðar. Hver ætli að troði upp í hálfleik hjá þeim? Justin Bieber? Adele? ELO? Verður Michael Jackson kannski reistur upp frá dauðum? Verður keppnin haldin neðanjarðar? Verða kynnarnir í beinni frá tunglinu? Fá kínverjar að vera með? Getum við kosið með fjarstýringunni okkar? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað að ári. Eitt er þó víst að Svíar hækkuðu gæðastuðulinn í keppnishaldi og flestar þjóðir virðast hafa lagt enn meiri metnað í lagaflutning og val á söngvurum en áður. Ég og fjölskylda mín skemmtum okkur í það minnsta konunglega í ár við að horfa og hlusta á fjölbreytt veisluhöldin. Við hlökkum til næstu tónlistarveislu í boði hins sænska Dumbledore og Júróvisjón akademíunnar. Þótt pólitík og mismunandi viðhorf freisti þess stundum að sundra okkur mannfólkinu, ættum við í það minnsta að nýta meðbyr þessa árlega viðburðar til að minna okkur á að við erum öll bara manneskjur sem elskum tónlist og góða skemmtun. Megi söngurinn sameina okkur um ókomin ár.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar