Litli drengurinn með Panama-skjölin Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 21. maí 2016 07:00 Ég er í hópi þeirra sem gref andlitið í hendurnar eða leita skjóls undir teppi þegar spennan í sjónvarpinu verður um of. Þegar vandræðin verða óyfirstíganleg stend ég upp úr sófanum og fer inn í eldhús. Þegar ég las draugabækurnar hennar Yrsu Sigurðar geymdi ég bækurnar á náttborði eiginmannsins. Mér fannst vissara að draugarnir væru þar. Í mörg ár stóð ég óttaslegin í sturtu eftir að hafa horft á kvikmynd þar sem köngulær féllu niður á höfuð söguhetjunnar þar sem hún þvoði á sér hárið. Auðvitað eru það síðan kvikmyndirnar sem hafa kennt manni að öll bílstæðahús eru lífsógnandi staðir og að óróar sem klingja í vindinum geta aldrei boðað annað en mikinn háska. Ég efaðist um eigin tilvist eftir að hafa séð kvikmyndina The Others, þar sem Nicole Kidman komst að því í lok myndar að það var hún sjálf sem var draugurinn. Hugsið ykkur.Ullarteppi dregið yfir höfuð Nú er ég að jafna mig á einni svona dramatískri senu sem ég sá í sjónvarpinu um daginn. Þegar ljóst var hvað var að gerast setti ég hendurnar fyrir andlitið en þegar á leið dró ég ullarteppið hægt yfir höfuðið til að dylja mér alfarið sýn. Í lokin var ég komin inn í eldhús. Þessi sjónvarpsþáttur hafði verið rækilega auglýstur og ég vissi vel að það var óveður í aðsigi. Stormurinn skall svo á með einfaldri spurningu: „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?" Auðvitað var það ekki spurningin eða syngjandi sænskur hreimurinn hjá Sven Bergman sem framkallaði dramatíkina. Það var svarið. Ég hef hugsað það síðan að sennilega hefði forsætisráðherra líka getað þegið ullarteppið, því ekki gat hann falið andlitið bak við hendurnar. Og í lokin gekk hann auðvitað inn í eldhús.Skattastreituröskun Panama-skjölin hafa opnað nýjan heim. Í þessari nýju heimsmynd eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu. Við erum aftur stórasta land í heimi. Og í anda þess þá tengist höfundur þessarar setningar nýju heimsmyndinni dálítið. Nýi heimurinn sem varð ljós snýst um skattasiðferði. Í þessum veruleika eru það lögmannsstofur á borð við Mossack Fonseca sem aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem glíma við skattastreituröskun. Við höfum sýnt þessari röskun skilning því enn er það þannig þegar rætt er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að kröfurnar takmarkast að mestu leyti við jafnlauna- og umhverfismál. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er nú samt sennilega hvað ríkust þegar kemur að sköttum. Sá þankagangur loðir enn við um skattinn, að skattakvíðaröskun bitni ekki á neinum sérstökum – sé brot án fórnarlambs. En auðvitað er það alls ekki þannig að það séu engin fórnarlömb. Þetta veit fólk auðvitað enda byggir Panama-vörnin alltaf á því sama, að þess hafi verið vandlega gætt að greiða alla skatta, meira að segja í þeim tilvikum þar sem þeir vissu ekki einu sinni af því að þeir ættu Panama reikning.Brot án fórnarlambs? Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag. Ástandið í Grikklandi stafar ekki eingöngu af lélegum ríkisrekstri, heldur mun frekar af því að skattar skila sér illa í ríkiskassann. Vanþróuð ríki ráða til sín sérfræðinga í smíði skattkerfa vegna þess að forsenda þess að samfélög geti byggst upp – að við getum rekið spítala, menntakerfi, byggt vegi og réttarkerfi – er að samfélagið greiði fyrir þessa þjónustu með sköttum. Ef einn gengur frá borði á veitingahúsinu þýðir það að hinir sem eftir sitja þurfa að greiða hærri reikning. Við erum rétt farin að horfast í augu við skattakvíða og skattastreitu sem samfélagsvandamál. Nú þarf að opna umræðuna og auka skilning á eðli og orsökum þessarar skattastreitu - og hvað það er sem hún raunverulega kostar samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er í hópi þeirra sem gref andlitið í hendurnar eða leita skjóls undir teppi þegar spennan í sjónvarpinu verður um of. Þegar vandræðin verða óyfirstíganleg stend ég upp úr sófanum og fer inn í eldhús. Þegar ég las draugabækurnar hennar Yrsu Sigurðar geymdi ég bækurnar á náttborði eiginmannsins. Mér fannst vissara að draugarnir væru þar. Í mörg ár stóð ég óttaslegin í sturtu eftir að hafa horft á kvikmynd þar sem köngulær féllu niður á höfuð söguhetjunnar þar sem hún þvoði á sér hárið. Auðvitað eru það síðan kvikmyndirnar sem hafa kennt manni að öll bílstæðahús eru lífsógnandi staðir og að óróar sem klingja í vindinum geta aldrei boðað annað en mikinn háska. Ég efaðist um eigin tilvist eftir að hafa séð kvikmyndina The Others, þar sem Nicole Kidman komst að því í lok myndar að það var hún sjálf sem var draugurinn. Hugsið ykkur.Ullarteppi dregið yfir höfuð Nú er ég að jafna mig á einni svona dramatískri senu sem ég sá í sjónvarpinu um daginn. Þegar ljóst var hvað var að gerast setti ég hendurnar fyrir andlitið en þegar á leið dró ég ullarteppið hægt yfir höfuðið til að dylja mér alfarið sýn. Í lokin var ég komin inn í eldhús. Þessi sjónvarpsþáttur hafði verið rækilega auglýstur og ég vissi vel að það var óveður í aðsigi. Stormurinn skall svo á með einfaldri spurningu: „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?" Auðvitað var það ekki spurningin eða syngjandi sænskur hreimurinn hjá Sven Bergman sem framkallaði dramatíkina. Það var svarið. Ég hef hugsað það síðan að sennilega hefði forsætisráðherra líka getað þegið ullarteppið, því ekki gat hann falið andlitið bak við hendurnar. Og í lokin gekk hann auðvitað inn í eldhús.Skattastreituröskun Panama-skjölin hafa opnað nýjan heim. Í þessari nýju heimsmynd eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu. Við erum aftur stórasta land í heimi. Og í anda þess þá tengist höfundur þessarar setningar nýju heimsmyndinni dálítið. Nýi heimurinn sem varð ljós snýst um skattasiðferði. Í þessum veruleika eru það lögmannsstofur á borð við Mossack Fonseca sem aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem glíma við skattastreituröskun. Við höfum sýnt þessari röskun skilning því enn er það þannig þegar rætt er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að kröfurnar takmarkast að mestu leyti við jafnlauna- og umhverfismál. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er nú samt sennilega hvað ríkust þegar kemur að sköttum. Sá þankagangur loðir enn við um skattinn, að skattakvíðaröskun bitni ekki á neinum sérstökum – sé brot án fórnarlambs. En auðvitað er það alls ekki þannig að það séu engin fórnarlömb. Þetta veit fólk auðvitað enda byggir Panama-vörnin alltaf á því sama, að þess hafi verið vandlega gætt að greiða alla skatta, meira að segja í þeim tilvikum þar sem þeir vissu ekki einu sinni af því að þeir ættu Panama reikning.Brot án fórnarlambs? Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag. Ástandið í Grikklandi stafar ekki eingöngu af lélegum ríkisrekstri, heldur mun frekar af því að skattar skila sér illa í ríkiskassann. Vanþróuð ríki ráða til sín sérfræðinga í smíði skattkerfa vegna þess að forsenda þess að samfélög geti byggst upp – að við getum rekið spítala, menntakerfi, byggt vegi og réttarkerfi – er að samfélagið greiði fyrir þessa þjónustu með sköttum. Ef einn gengur frá borði á veitingahúsinu þýðir það að hinir sem eftir sitja þurfa að greiða hærri reikning. Við erum rétt farin að horfast í augu við skattakvíða og skattastreitu sem samfélagsvandamál. Nú þarf að opna umræðuna og auka skilning á eðli og orsökum þessarar skattastreitu - og hvað það er sem hún raunverulega kostar samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar