Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 15:22 Tómas Guðbjartsson læknir ásamt Erítreumanninum Andemariam Beyene. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, telur að tilefni sé til þess að Alþingi skoði hvort skipa skuli rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu íslenskra stofnana að máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem gekkst undir barkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann lést í kjölfarið en milliganga íslenskra lækna varð til þess að Beyene gekkst undir aðgerðina. Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristjáns Þórs heilbrigðisráðherra í dag um hvort hann teldi æskilegt að gerð yrði óháð rannsókn á þætti Landspítalans í meðferð sjúklingsins sem undirgekkst hina umdeildu barkaígræðsluaðgerð 2011. Kristján Þór Júlíusson svaraði fyrirspurn um barkaígræðslu og aðkomu Landspítalans á Alþingi í dag.„Ef svo er, telur ráðherra að hér á landi séu starfandi læknar sem engra hagsmuna hafa að gæta og eru færir um að rannsaka málið?“ spurði Elín jafnframt. Um er að ræða plastbarkaígræðslu læknisins Paolo Macchiarini á Karólínska háskólanum í Svíþjóð. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu aðkomu að skurðaðgerðinni. Kristján Þór svaraði fyrirspurn Elínar og sagði frá því að þrjár rannsóknir séu í gangi hjá yfirvöldum í Svíþjóð á málinu. Þær rannsóknir tengjast beint lækninum Macchiarini. Þá eru níu aðrar rannsóknir í gangi á lækninum annars staðar í heiminum. Siðfræðistofnun fundaði ásamt heilbrigðisráðherra og sendi honum bréf í kjölfarið. Þar kom fram að málið hefði vakið upp faglegar og siðferðilegar spurningar og jafnframt að engin fyrrnefndra rannsókna tæki sérstaklega að aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Elín Hirst alþingismaður segir mikilvægt að gerð verði grein fyrir aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að plastbarkaígræðslunni.Kristján Þór vinnur nú að minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um afstöðu nefndarinnar til skipunar rannsóknarnefndar um málið. Hann gat ekki svarað því hvort óháðir læknar væru hér á landi til þess að rannsaka málið að svo stöddu, fyrst yrði að líta til þess hvaða hæfni væri nauðsynleg til að mynda. „Þetta er sjúklingur á vegum Íslands, sjúklingur Landspítala háskólasjúkrahúss sem treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Það er afar mikilvægt að það fari fram opin og gegnsæ rannsókn um hvað var þarna á ferðinni,“ sagði Elín um leið og hún þakkaði Kristjáni Þór fyrir greinagóð svör. „Ég tel það rétt að Alþingi taki ákvörðun um næstu skref í þessu máli í samræmi við lög um rannsóknarnefndir,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, telur að tilefni sé til þess að Alþingi skoði hvort skipa skuli rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu íslenskra stofnana að máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem gekkst undir barkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann lést í kjölfarið en milliganga íslenskra lækna varð til þess að Beyene gekkst undir aðgerðina. Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristjáns Þórs heilbrigðisráðherra í dag um hvort hann teldi æskilegt að gerð yrði óháð rannsókn á þætti Landspítalans í meðferð sjúklingsins sem undirgekkst hina umdeildu barkaígræðsluaðgerð 2011. Kristján Þór Júlíusson svaraði fyrirspurn um barkaígræðslu og aðkomu Landspítalans á Alþingi í dag.„Ef svo er, telur ráðherra að hér á landi séu starfandi læknar sem engra hagsmuna hafa að gæta og eru færir um að rannsaka málið?“ spurði Elín jafnframt. Um er að ræða plastbarkaígræðslu læknisins Paolo Macchiarini á Karólínska háskólanum í Svíþjóð. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu aðkomu að skurðaðgerðinni. Kristján Þór svaraði fyrirspurn Elínar og sagði frá því að þrjár rannsóknir séu í gangi hjá yfirvöldum í Svíþjóð á málinu. Þær rannsóknir tengjast beint lækninum Macchiarini. Þá eru níu aðrar rannsóknir í gangi á lækninum annars staðar í heiminum. Siðfræðistofnun fundaði ásamt heilbrigðisráðherra og sendi honum bréf í kjölfarið. Þar kom fram að málið hefði vakið upp faglegar og siðferðilegar spurningar og jafnframt að engin fyrrnefndra rannsókna tæki sérstaklega að aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Elín Hirst alþingismaður segir mikilvægt að gerð verði grein fyrir aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að plastbarkaígræðslunni.Kristján Þór vinnur nú að minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um afstöðu nefndarinnar til skipunar rannsóknarnefndar um málið. Hann gat ekki svarað því hvort óháðir læknar væru hér á landi til þess að rannsaka málið að svo stöddu, fyrst yrði að líta til þess hvaða hæfni væri nauðsynleg til að mynda. „Þetta er sjúklingur á vegum Íslands, sjúklingur Landspítala háskólasjúkrahúss sem treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Það er afar mikilvægt að það fari fram opin og gegnsæ rannsókn um hvað var þarna á ferðinni,“ sagði Elín um leið og hún þakkaði Kristjáni Þór fyrir greinagóð svör. „Ég tel það rétt að Alþingi taki ákvörðun um næstu skref í þessu máli í samræmi við lög um rannsóknarnefndir,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30