Jóhanna og Jónína á hinsegin hátíð í Litháen Þórdís Valsdóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Baltic Pride er sameiginleg hinseginhátið Eystrarsaltsríkjanna. Mynd/Augustas Didzgalvis. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Hinsegin Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Hinsegin Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira