Hælisumsóknir er varða börn – áskorun til alþingismanna Prestar Þjóðkirkjunnar skrifar 8. júní 2016 07:00 Ágætu alþingismenn. Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd vísað úr landi. Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn. Mikið hefur verið rætt um slæmar aðstæður flóttafólks í Grikklandi og Ítalíu undanfarin ár í fréttum, en síðan síðasta haust eru aðstæður flóttafólks í Evrópu jafn óviðunandi í ríkjum eins og Ungverjarlandi, Búlgaríu, Slóveníu, Rúmeníu, og jafnvel í Frakklandi o.fl. Í þessum löndum er orðið algengt að fólk er neytt til þess að lifa á götunni og hefur enga tryggingu fyrir fæði eða skjóli. Slík staða er að sjálfsögðu óviðunandi og ómannúðleg fyrir alla, en sérstaklega þegar um börn, eldra fólk, sjúklinga og veikt fólk í viðkvæmri stöðu er að ræða. Óþarfi er að ræða um aðbúnað flóttafólks á Tyrklandi, þangað sem Evrópusambandið vísar nú flóttamönnum er komið hafa til Grikklands. Ísland á aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þeim sáttmála, þriðju grein, stendur: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Því miður hefur verið brotalöm á því hér á landi, þar sem börnum er vísað af landi brott, út í óvissu þegar best lætur, en þangað sem ömurlegar aðstæður bíða þegar verst er. Við undirrituð, prestar Þjóðkirkjunnar sem öll höfum komið að málefnum hælisleitenda, viljum því hvetja til þess að Alþingi tryggi að farið verði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi þegar um hælisumsóknir er snerta börn er að ræða. Við hvetjum til að Alþingi leggi fram og samþykki tillögu þar að lútandi sem fyrst.Kristín Þórunn TómasdóttirMagnús Björn BjörnssonSigfús KristjánssonToshiki TomaÞórhallur Heimssonprestar ÞjóðkirkjunnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ágætu alþingismenn. Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd vísað úr landi. Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn. Mikið hefur verið rætt um slæmar aðstæður flóttafólks í Grikklandi og Ítalíu undanfarin ár í fréttum, en síðan síðasta haust eru aðstæður flóttafólks í Evrópu jafn óviðunandi í ríkjum eins og Ungverjarlandi, Búlgaríu, Slóveníu, Rúmeníu, og jafnvel í Frakklandi o.fl. Í þessum löndum er orðið algengt að fólk er neytt til þess að lifa á götunni og hefur enga tryggingu fyrir fæði eða skjóli. Slík staða er að sjálfsögðu óviðunandi og ómannúðleg fyrir alla, en sérstaklega þegar um börn, eldra fólk, sjúklinga og veikt fólk í viðkvæmri stöðu er að ræða. Óþarfi er að ræða um aðbúnað flóttafólks á Tyrklandi, þangað sem Evrópusambandið vísar nú flóttamönnum er komið hafa til Grikklands. Ísland á aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þeim sáttmála, þriðju grein, stendur: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Því miður hefur verið brotalöm á því hér á landi, þar sem börnum er vísað af landi brott, út í óvissu þegar best lætur, en þangað sem ömurlegar aðstæður bíða þegar verst er. Við undirrituð, prestar Þjóðkirkjunnar sem öll höfum komið að málefnum hælisleitenda, viljum því hvetja til þess að Alþingi tryggi að farið verði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi þegar um hælisumsóknir er snerta börn er að ræða. Við hvetjum til að Alþingi leggi fram og samþykki tillögu þar að lútandi sem fyrst.Kristín Þórunn TómasdóttirMagnús Björn BjörnssonSigfús KristjánssonToshiki TomaÞórhallur Heimssonprestar ÞjóðkirkjunnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar