Aðeins eitt mark var skorað í leikjunum þremur í Copa América, Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta, í gærkvöldi og í nótt.
Það gerði Paolo Guerrero í leik Perú og Haítí í Seattle. Framherjinn spilar aldrei betur en í Copa América en hann var markahæstur í keppninni 2011 og 2015.
Perúmenn eru því komnir með þrjú stig í B-riðli. Í hinum leiknum í riðlinum gerðu Brasilía og Ekvador markalaust jafntefli í Pasadena.
Marga sterka leikmenn vantar í lið Brasilíu, þ.á.m. Neymar sem fylgdist með leiknum uppi í stúku ásamt Justin Bieber og Jamie Foxx.
Þá gerðu Kosta Ríka og Paragvæ 0-0 jafntefli í A-riðli. Kólumbía vermir toppsætið í riðlinum eftir sigur á Bandaríkjunum í opnunarleik mótsins.
Lítið skorað í Copa América
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti

„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn