Sverrir Ingi: Lít ekki á mig sem byrjunarliðsmann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 12:00 Sverrir Ingi á sjúkrabekknum á hóteli íslenska liðsins í Annecy. Sverrir Ingi Ingason hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með íslenska landsliðinu vel. Hann hefur spilað síðustu þrjá landsleiki Íslands og skorað í þeim tvö mörk. „Ég hefði átt að skora líka gegn Liechteinstein,“ viðurkennir Sverrir Ingi í samtali við Vísi. Hann skoraði bæði gegn Grikklandi og Noregi og fékk gott skallafæri í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. „Ég missti hann einn meter yfir. En ef þú hefðir sagt mér að ég myndi skora tvö mörk í þessum þremur leikjum hefði ég tekið því.“ „Ég er ekki í liðinu til að skora mörk. En það er auðvitað alltaf gott fyrir okkur að nýta föst leikatriði. Við getum fengið mikið út úr því á þessu móti,“ segir Sverrir Ingi sem gerir ekki tilkall til þess að byrja í leiknum gegn Portúgal. „Ég er nýliði í landsliðinu og er að koma inn í liðið. Ég fékk tvo leiki (í maí) og reyndi að stimpla mig inn eins vel og ég gat. Kári [Árnason] og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa verið frábærir. Það er erfitt að ætla að slá menn út sem halda nánast hreinu í hverjum leik.“ „Mitt hlutverk er að vera klár ef að kallið kemur. Ég er undirbúinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.“ Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Portúgal í kvöld. „Portúgal er með sjálfstaustið í lagi eftir að hafa slátrað Eistlandi en ég vona að okkur takist að stilla spennustigið og koma vel stemmdir til leiks.“ „Við komum inn í leikinn sem lítilmagni og það getur oft verið gott að sigla undir radarinn og láta aðeins finna fyrir okkur.“ Sverrir Ingi býst við að það fylgi því miklar tilfinningar að spila fyrsta leik Íslands á stórmóti en vonast eftir því besta. „Vonandi náum við sem bestu úrslitunum og fylgjum því svo eftir í næstu leikjum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með íslenska landsliðinu vel. Hann hefur spilað síðustu þrjá landsleiki Íslands og skorað í þeim tvö mörk. „Ég hefði átt að skora líka gegn Liechteinstein,“ viðurkennir Sverrir Ingi í samtali við Vísi. Hann skoraði bæði gegn Grikklandi og Noregi og fékk gott skallafæri í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. „Ég missti hann einn meter yfir. En ef þú hefðir sagt mér að ég myndi skora tvö mörk í þessum þremur leikjum hefði ég tekið því.“ „Ég er ekki í liðinu til að skora mörk. En það er auðvitað alltaf gott fyrir okkur að nýta föst leikatriði. Við getum fengið mikið út úr því á þessu móti,“ segir Sverrir Ingi sem gerir ekki tilkall til þess að byrja í leiknum gegn Portúgal. „Ég er nýliði í landsliðinu og er að koma inn í liðið. Ég fékk tvo leiki (í maí) og reyndi að stimpla mig inn eins vel og ég gat. Kári [Árnason] og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa verið frábærir. Það er erfitt að ætla að slá menn út sem halda nánast hreinu í hverjum leik.“ „Mitt hlutverk er að vera klár ef að kallið kemur. Ég er undirbúinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.“ Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Portúgal í kvöld. „Portúgal er með sjálfstaustið í lagi eftir að hafa slátrað Eistlandi en ég vona að okkur takist að stilla spennustigið og koma vel stemmdir til leiks.“ „Við komum inn í leikinn sem lítilmagni og það getur oft verið gott að sigla undir radarinn og láta aðeins finna fyrir okkur.“ Sverrir Ingi býst við að það fylgi því miklar tilfinningar að spila fyrsta leik Íslands á stórmóti en vonast eftir því besta. „Vonandi náum við sem bestu úrslitunum og fylgjum því svo eftir í næstu leikjum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira