Tvær vikur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar 10. júní 2016 12:47 Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar