Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 15:04 Daniel Taylor, yfirmaður fótboltaskrifa á enska blaðinu The Guardian, segir að enska liðið þurfi að passa sig á því íslenska í kvöld þegar liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice. Enska liðið er mun sigurstranglegra en það hefur ekki alltaf hentað Englendingum að fara undir svona mikilli pressu inn í leiki. Taylor er mjög hrifinn af íslenska liðinu og sögu þess. „Þetta er búin að vera ein besta saga mótsins. Það var nú nógu flott saga bara að komast á EM og vera minnsta þjóðin sem afrekar það,“ segir Taylor í viðtali við Vísi en hann er einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands og hefur rakað inn verðlaunum fyrir skrif sín á undanförnum árum. „Ég man eftir þeim tímum þegar Ísland var eitt liðanna sem stóru liðin mættu til að auka sjálfstraustið og vinna auðveldlega. Ísland var í 133. sæti heimslistans fyrir fjórum árum þannig þetta er búið að vera mögnuð saga.“ Hann segir að England eigi að vinna leikinn í kvöld en þetta sé alls ekki þægilegur leikur fyrir leikmenn liðsins. „Stærsti óttinn fyrir England er óttinn sjálfur. Ef England spilar eins og það getur best á það að vinna. Það er mikil pressa á Englandi samt og liðið ræður illa við hana,“ segir Taylor. „Ég hef heyrt suma segja að England eigi að vinna þrjú eða fjögur núll en Ísland er ekki lið sem tapar með þannig tölum,“ segir Daniel Taylor. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Daniel Taylor, yfirmaður fótboltaskrifa á enska blaðinu The Guardian, segir að enska liðið þurfi að passa sig á því íslenska í kvöld þegar liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice. Enska liðið er mun sigurstranglegra en það hefur ekki alltaf hentað Englendingum að fara undir svona mikilli pressu inn í leiki. Taylor er mjög hrifinn af íslenska liðinu og sögu þess. „Þetta er búin að vera ein besta saga mótsins. Það var nú nógu flott saga bara að komast á EM og vera minnsta þjóðin sem afrekar það,“ segir Taylor í viðtali við Vísi en hann er einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands og hefur rakað inn verðlaunum fyrir skrif sín á undanförnum árum. „Ég man eftir þeim tímum þegar Ísland var eitt liðanna sem stóru liðin mættu til að auka sjálfstraustið og vinna auðveldlega. Ísland var í 133. sæti heimslistans fyrir fjórum árum þannig þetta er búið að vera mögnuð saga.“ Hann segir að England eigi að vinna leikinn í kvöld en þetta sé alls ekki þægilegur leikur fyrir leikmenn liðsins. „Stærsti óttinn fyrir England er óttinn sjálfur. Ef England spilar eins og það getur best á það að vinna. Það er mikil pressa á Englandi samt og liðið ræður illa við hana,“ segir Taylor. „Ég hef heyrt suma segja að England eigi að vinna þrjú eða fjögur núll en Ísland er ekki lið sem tapar með þannig tölum,“ segir Daniel Taylor. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30
Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45
Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30