Okkar framtíð Guðrún Gígja Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2016 18:33 Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun