Rödd jarðar Andri Snær og 21. öldin Ásta Arnardóttir skrifar 23. júní 2016 14:52 Þegar ég heyrði fyrst af framboði Andra Snæs þá fann ég uppstreymi innra með mér og löngun til að breiða út vængina og taka flugið. Það kom yfir mig svipuð tilfinning einsog á fjöllum þegar augnablikið er víðáttumikið og innihaldsríkt og tengingin við eilífðina eins og raungerist í tilvist öræfablóms á Sprenigsandi, söng himbrimans á Langasjó, ylminum af hreindýrahjörð á Kringilsárrana. Einhver ólýsanleg von og fögnuður fyllir hjartað. Ég ætla að kjósa Andra Snæ til forseta vegna þess að jörðin þarf á því að halda. Andri Snær hefur fylgt sínum hjartans málum í tugi ára á skapandi og djúpstæðan hátt. Hann hefur tekið virkan þátt í að vernda náttúruna og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar, hann hefur hlúð að barnamenningu og sköpunargáfu barna og gefið ferska nærveru sína í hugmyndaspmiðjur og samsköpun meðal ólíkra fyrirtæka og fagaðila. Það sem einkennir alla hans nálgun er traust, opinn og frjáls hugur með djúpt innsæi og sprúðlandi sköpunargáfu. Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. Það er eitt mál sem er mál málanna í dag og það er náttúruvernd. Eins og Andri Snær kom að í ræðu sinni á kosningafundi í gær þá er móðurfrétt allra frétta hlýnun jarðar og allir mánuðir þessa árs hafa mælst heitustu mánuðir jarðar síðan mælingar hófust. Jörðin þarf á fulltrúum að halda. Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref. Það má segja að lífríki jarðarinnar sé á síðustu mínútu leiktímans en við vonumst eftir framlengingu og sigurmarkinu. Við þurfum góða leikmenn í allar stöður og forseti Íslands gegnir mikilvægri stöðu, samsköpun þjóðanna á 21. öldinni snýst um að bjarga jörðinni. Það sem þarf er kærleikur, þekking og viljinn til verka. Jörðin er gömul og geymir djúpstæð lögmál visku og kærleika. Andri Snær er skýr og afdráttarlaus rödd jarðarinnar. Núna er tækifæri takk fyrir það Andri Snær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst af framboði Andra Snæs þá fann ég uppstreymi innra með mér og löngun til að breiða út vængina og taka flugið. Það kom yfir mig svipuð tilfinning einsog á fjöllum þegar augnablikið er víðáttumikið og innihaldsríkt og tengingin við eilífðina eins og raungerist í tilvist öræfablóms á Sprenigsandi, söng himbrimans á Langasjó, ylminum af hreindýrahjörð á Kringilsárrana. Einhver ólýsanleg von og fögnuður fyllir hjartað. Ég ætla að kjósa Andra Snæ til forseta vegna þess að jörðin þarf á því að halda. Andri Snær hefur fylgt sínum hjartans málum í tugi ára á skapandi og djúpstæðan hátt. Hann hefur tekið virkan þátt í að vernda náttúruna og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar, hann hefur hlúð að barnamenningu og sköpunargáfu barna og gefið ferska nærveru sína í hugmyndaspmiðjur og samsköpun meðal ólíkra fyrirtæka og fagaðila. Það sem einkennir alla hans nálgun er traust, opinn og frjáls hugur með djúpt innsæi og sprúðlandi sköpunargáfu. Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. Það er eitt mál sem er mál málanna í dag og það er náttúruvernd. Eins og Andri Snær kom að í ræðu sinni á kosningafundi í gær þá er móðurfrétt allra frétta hlýnun jarðar og allir mánuðir þessa árs hafa mælst heitustu mánuðir jarðar síðan mælingar hófust. Jörðin þarf á fulltrúum að halda. Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref. Það má segja að lífríki jarðarinnar sé á síðustu mínútu leiktímans en við vonumst eftir framlengingu og sigurmarkinu. Við þurfum góða leikmenn í allar stöður og forseti Íslands gegnir mikilvægri stöðu, samsköpun þjóðanna á 21. öldinni snýst um að bjarga jörðinni. Það sem þarf er kærleikur, þekking og viljinn til verka. Jörðin er gömul og geymir djúpstæð lögmál visku og kærleika. Andri Snær er skýr og afdráttarlaus rödd jarðarinnar. Núna er tækifæri takk fyrir það Andri Snær.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun