Davíð Þór: Markið hjá Lennon var mjög mikilvægt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 14:30 Davíð Þór tæklar leikmann Dundalk í fyrri leiknum í Írlandi. vísir/ryan byrne „Þetta er mjög gott lið. Þeir eru líkamlega sterkir en reyna samt að spila boltanum með jörðinni og láta hann ganga,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um andstæðing kvöldsins, Dundalk frá Írlandi, í samtali við Vísi.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Hafnfirðingum dugir því markalaust jafntefli í leiknum í kvöld til að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. En breytir það uppleggi FH-inga á einhvern hátt? „Já, það breytir því að einhverju leyti. Hefðum við tapað leiknum hefðum við kannski verið tilneyddir til að koma framar á völlinn,“ sagði Davíð. „Okkur hefur liðið ágætlega þegar við getum legið aðeins til baka í Evrópuleikjum og sótt hratt og refsað liðum þannig. Auðvitað var þetta mark sem Lennon skoraði mjög mikilvægt.“ FH-ingar eru með á öllum vígstöðvum, í efsta sæti Pepsi-deildarinnar, komnir í undanúrslit í Borgunarbikarnum og slái þeir Dundalk út bíða þeirra a.m.k. fjórir Evrópuleikir til viðbótar.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Álagið er því talsvert en Davíð segir að þetta sé það sem leikmenn vilji, æfa minna og spila meira. „Ég held að flestir knattspyrnumenn séu sammála um að það er mun skemmtilegra að spila leiki en að vera á æfingasvæðinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá fjóra Evrópuleiki í viðbót,“ sagði Davíð.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15 Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
„Þetta er mjög gott lið. Þeir eru líkamlega sterkir en reyna samt að spila boltanum með jörðinni og láta hann ganga,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um andstæðing kvöldsins, Dundalk frá Írlandi, í samtali við Vísi.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Hafnfirðingum dugir því markalaust jafntefli í leiknum í kvöld til að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. En breytir það uppleggi FH-inga á einhvern hátt? „Já, það breytir því að einhverju leyti. Hefðum við tapað leiknum hefðum við kannski verið tilneyddir til að koma framar á völlinn,“ sagði Davíð. „Okkur hefur liðið ágætlega þegar við getum legið aðeins til baka í Evrópuleikjum og sótt hratt og refsað liðum þannig. Auðvitað var þetta mark sem Lennon skoraði mjög mikilvægt.“ FH-ingar eru með á öllum vígstöðvum, í efsta sæti Pepsi-deildarinnar, komnir í undanúrslit í Borgunarbikarnum og slái þeir Dundalk út bíða þeirra a.m.k. fjórir Evrópuleikir til viðbótar.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Álagið er því talsvert en Davíð segir að þetta sé það sem leikmenn vilji, æfa minna og spila meira. „Ég held að flestir knattspyrnumenn séu sammála um að það er mun skemmtilegra að spila leiki en að vera á æfingasvæðinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá fjóra Evrópuleiki í viðbót,“ sagði Davíð.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15 Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15
Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48