FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira