Van der Vaart elti ástina til Danmerkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2016 19:30 Estavana Polman og Rafael van der Vaart eru eitt heitasta parið í Hollandi. vísir/getty Það kom mörgum á óvart að hollenski fótboltamaðurinn Rafael van der Vaart skildi ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland. Van der Vaart, sem hefur m.a. leikið með liðum eins og Real Madrid, Ajax og Tottenham, hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Real Betis eftir síðasta tímabil. En nú er van der Vaart kominn í dönsku úrvalsdeildina. Ástin spilaði stærstan þátt í þeirri ákvörðun hans en van der Vaart elti kærustuna sína til Danmerkur. Sú heitir Estavana Polman og er í hollenska landsliðinu í handbolta og spilar með Esbjerg í Danmörku.Van der Vaart skrifaði undir tveggja ára samning við Midtjylland.vísir/gettyHin 24 ára gamla Polman er nú stödd með hollenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Holland er með tvö stig í B-riðli eftir tvo leiki. Polman spilar sem áður sagði með Esbjerg og hún vonast til að kærastinn spili einnig fyrir félagið í framtíðinni. „Það væri gaman en við verðum að sjá til hvað gerist,“ sagði Polman. Einkalíf van der Vaarts, sem spilaði yfir 100 leiki fyrir Holland á sínum tíma, hefur verið mikið í umræðunni í gegnum tíðina. Hann var giftur sjónvarpskonunni og fyrirsætunni Sylvie Meis í átta ár en þau eiga eitt barn saman. Árið 2010 komst van der Vaart að framhjáhaldi konu sinnar og þau skildu þremur árum seinna. Sylvie ásakaði van der Vaart seinna um að hafa beitt sig ofbeldi. Van der Vaart byrjaði svo með Sabiu Boulahrouz, fyrrverandi eiginkonu Khalid Boularouz, félaga hans í hollenska landsliðinu. Van der Vaart yfirgaf Sabiu í fyrra þegar hún var ólétt. Í kjölfar sambandsslitanna opnaði Sabia sig í viðtali við hollenskt slúðurblað þar sem hún fór ekki fögrum orðum um van der Vaart. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að hollenski fótboltamaðurinn Rafael van der Vaart skildi ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland. Van der Vaart, sem hefur m.a. leikið með liðum eins og Real Madrid, Ajax og Tottenham, hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Real Betis eftir síðasta tímabil. En nú er van der Vaart kominn í dönsku úrvalsdeildina. Ástin spilaði stærstan þátt í þeirri ákvörðun hans en van der Vaart elti kærustuna sína til Danmerkur. Sú heitir Estavana Polman og er í hollenska landsliðinu í handbolta og spilar með Esbjerg í Danmörku.Van der Vaart skrifaði undir tveggja ára samning við Midtjylland.vísir/gettyHin 24 ára gamla Polman er nú stödd með hollenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Holland er með tvö stig í B-riðli eftir tvo leiki. Polman spilar sem áður sagði með Esbjerg og hún vonast til að kærastinn spili einnig fyrir félagið í framtíðinni. „Það væri gaman en við verðum að sjá til hvað gerist,“ sagði Polman. Einkalíf van der Vaarts, sem spilaði yfir 100 leiki fyrir Holland á sínum tíma, hefur verið mikið í umræðunni í gegnum tíðina. Hann var giftur sjónvarpskonunni og fyrirsætunni Sylvie Meis í átta ár en þau eiga eitt barn saman. Árið 2010 komst van der Vaart að framhjáhaldi konu sinnar og þau skildu þremur árum seinna. Sylvie ásakaði van der Vaart seinna um að hafa beitt sig ofbeldi. Van der Vaart byrjaði svo með Sabiu Boulahrouz, fyrrverandi eiginkonu Khalid Boularouz, félaga hans í hollenska landsliðinu. Van der Vaart yfirgaf Sabiu í fyrra þegar hún var ólétt. Í kjölfar sambandsslitanna opnaði Sabia sig í viðtali við hollenskt slúðurblað þar sem hún fór ekki fögrum orðum um van der Vaart.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira