Áhyggjur af hríðversnandi rekstrarumhverfi fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 14:07 Engin ein aðferð betri en önnur, segir Illugi sem skrifaði undir læsisátak í dag í samstarfi við Reykjavíkurborg. Visir/Ernir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson. Kosningar 2016 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson.
Kosningar 2016 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent