Píratar og Sjálfstæðisflokkur langstærstir Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:44 Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir. Vísir/Stefán/GVA Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2016 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2016 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira