Hjálmar Bogi sækist eftir 2.-4. sæti Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2016 14:26 Hjálmar Bogi Hafliðason. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og varaþingmaður, hefur boðið sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir hann að á Íslandi eigi allir að geta haft það gott. „Við búum í samfélagi sem einkennist af fámenni, kærleika á raunastundu og óþrjótandi tækifærum. Við höfum byggt upp samfélag sem önnur vilja líkjast. En við viljum öll gera okkar góða land enn betra. Það á að vera verkefni okkar allra, í anda hugsjóna okkar um samvinnu og félagshyggju. Ég hef verið kennari í rúman áratug. Í starfi mínu hef ég hitt fjölda ólíkra einstaklinga með ólíka sýn á lífið. Lykillinn að jákvæðum breytingum á samfélaginu er að hlúa einsog hægt er að menntun unga fólksins okkar, frá leikskóla til háskóla. Þá gildir einu hvort menn vilja verða hönnuðir, læknar, píparar – eða bændur. Öll störf skipta máli. Virðingu fyrir ólíkum störfum þarf að kenna og tileinka sér. Við þurfum að lyfta undir nýsköpunar- og tæknimenntun. Mér er sérlega hugleikið að hefja verknám til vegs og virðingar. Til að byggja upp gott menntakerfi og velferðarsamfélag þarf hins vegar fjármuni. Til að skapa fjármuni þarf störf. Grundvöllur þeirra er stöðugleiki. Til að skapa stöðugleika þarf jöfnuð. Öðruvísi náum við ekki jafnvægi með áherslu á heildarhagsmuni umfram sérhagsmuni. Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars. Það er hin gamla samvinnuhugsjón okkar Framsóknarmanna enda mannlegt samfélag, mannanna verk. Samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði til að tryggja jafnræði óháð búsetu. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja hvar hann býr. Við þurfum að skapa innviði sem gera honum það kleift. Hann þarf að komast heim og heiman í krafti góðra samgangna. Hann þarf tengsl við umheiminn um fyrsta flokks fjarskipti. Sanngjarnt skattkerfi er lykillinn að uppbyggingu innviða sem stuðla að jafnræði og jöfnuði. Skynsamleg nýting auðlinda og orku með komandi kynslóðir í huga hefur alltaf verið eitt af leiðarljósum okkar Framsóknarmanna. Allar ákvarðanir okkar hafa áhrif; einhvers staðar, á einhverjum tíma! Ísland á alþjóðavísu í samfélagi þjóðanna er spennandi viðfangsefni. Við lifum í breyttum heimi á einni Jörð og tækifæri til að miðla af reynslu okkar á sviði tækni, hreinnar matvælaframleiðslu og verndun lands eru einstök. Ég vil að Íslendingar verði í fararbroddi á því sviði. Auk þess að vera kennari hef ég fjölþættan bakgrunn. Var bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Ég er virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Húsavíkur, sit í svæðisstjórn björgunarsveitanna, er formaður Golfklúbbs Húsavíkur – og ég syng í kirkjukórnum!“ segir í tilkynningunni frá Hjálmari Boga. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og varaþingmaður, hefur boðið sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir hann að á Íslandi eigi allir að geta haft það gott. „Við búum í samfélagi sem einkennist af fámenni, kærleika á raunastundu og óþrjótandi tækifærum. Við höfum byggt upp samfélag sem önnur vilja líkjast. En við viljum öll gera okkar góða land enn betra. Það á að vera verkefni okkar allra, í anda hugsjóna okkar um samvinnu og félagshyggju. Ég hef verið kennari í rúman áratug. Í starfi mínu hef ég hitt fjölda ólíkra einstaklinga með ólíka sýn á lífið. Lykillinn að jákvæðum breytingum á samfélaginu er að hlúa einsog hægt er að menntun unga fólksins okkar, frá leikskóla til háskóla. Þá gildir einu hvort menn vilja verða hönnuðir, læknar, píparar – eða bændur. Öll störf skipta máli. Virðingu fyrir ólíkum störfum þarf að kenna og tileinka sér. Við þurfum að lyfta undir nýsköpunar- og tæknimenntun. Mér er sérlega hugleikið að hefja verknám til vegs og virðingar. Til að byggja upp gott menntakerfi og velferðarsamfélag þarf hins vegar fjármuni. Til að skapa fjármuni þarf störf. Grundvöllur þeirra er stöðugleiki. Til að skapa stöðugleika þarf jöfnuð. Öðruvísi náum við ekki jafnvægi með áherslu á heildarhagsmuni umfram sérhagsmuni. Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars. Það er hin gamla samvinnuhugsjón okkar Framsóknarmanna enda mannlegt samfélag, mannanna verk. Samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði til að tryggja jafnræði óháð búsetu. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja hvar hann býr. Við þurfum að skapa innviði sem gera honum það kleift. Hann þarf að komast heim og heiman í krafti góðra samgangna. Hann þarf tengsl við umheiminn um fyrsta flokks fjarskipti. Sanngjarnt skattkerfi er lykillinn að uppbyggingu innviða sem stuðla að jafnræði og jöfnuði. Skynsamleg nýting auðlinda og orku með komandi kynslóðir í huga hefur alltaf verið eitt af leiðarljósum okkar Framsóknarmanna. Allar ákvarðanir okkar hafa áhrif; einhvers staðar, á einhverjum tíma! Ísland á alþjóðavísu í samfélagi þjóðanna er spennandi viðfangsefni. Við lifum í breyttum heimi á einni Jörð og tækifæri til að miðla af reynslu okkar á sviði tækni, hreinnar matvælaframleiðslu og verndun lands eru einstök. Ég vil að Íslendingar verði í fararbroddi á því sviði. Auk þess að vera kennari hef ég fjölþættan bakgrunn. Var bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Ég er virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Húsavíkur, sit í svæðisstjórn björgunarsveitanna, er formaður Golfklúbbs Húsavíkur – og ég syng í kirkjukórnum!“ segir í tilkynningunni frá Hjálmari Boga.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira